Ljúka sveinsprófi í vélvirkjun

velvirkjar_hafnareyri_24_m

Birkir Freyr Ólafsson og Bogi Matt Harðarson hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun og Tinna Mjöll Guðmundsdóttir nær sama áfanga til fulls í september. Út af hjá henni stendur hluti verklega prófsins og það klárast í Tækniskólanum í Hafnarfirði á haustdögum. Í frétt á Vinnslustöðvarvefnum segir að öll hafi þau stundað nám í Framhaldsskóla Vestmannaeyja undanfarin […]

Bjóða í morgunbolla

ráðhúsið_okt_2022

„Hagsmunamálin skipta okkur öll miklu máli. Verða þau rædd í næsta morgunbolla.“ segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjabæjar, en næsti morgunbolli verður einmitt í fyrramálið í Ráðhúsinu. Þar verða bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarráði til viðtals. Fram kemur í auglýsingu að helstu hagsmunamálin verði kynnt og rædd ásamt öðru sem hvílir á bæjarbúum. Allir eru […]

Þórsarar í heimsókn á Hásteinsvelli

ÍBV_2023_fotb

Tveir leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Þór Akureyri. Eyjamenn með 3 stig eftri tvær umferðir, en Þórsarar með 4 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður til leiks í báðum leikjum dagsins klukkan 14.00, en hin viðureignin er milli Grindavíkur og Gróttu. Upphitun fyrir leik ÍBV […]

Áfrýjar til Landsréttar

2019_domstolar_is

Berg­vin Odds­son, fyrr­ver­andi formaður Blindra­fé­lags Íslands, hef­ur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suður­lands til Lands­rétt­ar. Þetta staðfest­ir Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Berg­vins. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins – mbl.is. Berg­vin var dæmd­ur í sjö mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn þrem­ur kon­um, en brot­in áttu sér stað á ár­un­um 2020 til 2022 og voru […]

Ófært vegna veðurs og sjólags

herj_hraun-2.jpg

Herjólfur fór fyrstu tvær ferðir dagisns milli lands og Eyja. Næstu tvær ferðið falla hins vegar niður vegna veðurs og sjólags. Það eru ferðir frá Vestmannaeyjum kl 12:00 og 14:30 og frá Landeyjahöfn kl 13:15 og 15:45. Hvað varðar siglingar seinni part dags verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 í dag. Farþegar sem eiga […]

Íbúakosning án frekari upplýsinga

Uppgröfur

Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja að fara í íbúakosningu til að kanna hug íbúa, hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið M2 sem fór undir hraun í gosinu árið 1973 eða ekki. Fram kom í bókuninni að stefnt sé að því að íbúakosningin fari fram samhliða næstu alþingiskosningum. Þar kom einnig fram […]

Sakfelldur fyrir kyn­ferðis­lega áreitni

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sak­fellt Berg­vin Odds­son, fyrr­ver­andi formann Blindra­fé­lags Íslands, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn þrem­ur kon­um. Brot­in áttu sér stað 7. júlí 2020, 1. júní 2021 og 20. júní 2022. Þau voru öll fram­in í Vest­manna­eyj­um. Berg­vin var dæmd­ur í sjö mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða […]

Gul viðvörun á hvítasunnudag

gul_vidv_180524

Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Búist er við austan hvassviðri eða stormi og tekur viðvörunin gildi á morgun, hvítasunnudag. kl. 08:00 og er í gildi til kl. 21:00 á Suðurlandi. Í viðvörunartexta Veðurstofunnar fyrir Suðurland segir: Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austantil. Búast má við mjög […]

Líflegt á Heimaey

2B4A1818

Það var líflegt um að litast í Eyjum í gær, enda viðraði vel. Halldór B. Halldórsson fór um norðurhluta Heimaeyjar. Þar koma fyrir framkvæmdir, ferðaþjónusta, grjóthleðsla og sjómennska. Hann sýnir okkur hér að neðan hvað fyrir augu bar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Funda loks með Eyjamönnum

HS_veit_bill_logo_24_IMG_4443_min

HS Veitur hafa nú auglýst opinn íbúafund í Vestmannaeyjum. Fram kemur í auglýsingunni að á fundinum ætli forsvarsmenn fyrirtækisins að fjalla um veiturnar í Eyjum sem sjá íbúum og atvinnulífi fyrir rafmagni, hita og vatni. Hver staðan sé og hver framtíðin sé í rekstri þessa mikilvægu innviða. Fyrirtækið hefur verið mikið í umræðunni í Eyjum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.