Bjóða í morgunbolla
21. maí, 2024
ráðhúsið_okt_2022
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjar.net/TMS

„Hagsmunamálin skipta okkur öll miklu máli. Verða þau rædd í næsta morgunbolla.“ segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjabæjar, en næsti morgunbolli verður einmitt í fyrramálið í Ráðhúsinu.

Þar verða bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarráði til viðtals. Fram kemur í auglýsingu að helstu hagsmunamálin verði kynnt og rædd ásamt öðru sem hvílir á bæjarbúum. Allir eru velkomnir milli klukkan 7.30 og 8.30 í morgunbollann í Ráðhúsi Vestmannaeyja á miðvikudagsmorgun.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst