Þingið samþykkir hækkun húsnæðisbóta
21. maí, 2024
hus_midbaer_bo
Vestmannaeyjabær. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Alþingi samþykkti í lok síðustu viku lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra, um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda.

Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að greiðslur ríkisins vegna húsnæðisbóta hækki um 2,3-2,5 ma. kr. á ári og um 9 ma. kr. alls á gildistíma kjarasamninganna. Lögin taka gildi 1. júní nk. og taka til húsnæðisbóta sem greiddar eru frá þeim degi.

Svandís Svavarsdóttir: „Það er full ástæða til þess að fagna samþykkt þessara laga þar sem stuðningur við fjölskyldur á leigumarkaði er aukinn. Þær færa 9 milljarða króna til fólks með lægri tekjur á tímabili kjarasamninga og stuðla þar með að aukinni velferð og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi.“

Helstu breytingar

Við breytingarnar verður annars vegar tekið aukið tillit til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig munu grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta taka til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og þá hækka einnig frítekjumörk vegna heimila þar sem fimm eða sex búa.

Hins vegar hækkar grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila um 25% frá því sem nú gildir. Aðrar grunnfjárhæðir hækka til samræmis. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 m.kr. en þau eru 8 m.kr. í dag. Þannig munu húsnæðisbætur ekki falla niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 m.kr.

Dæmi um áhrif breytinganna

Fyrir fólk í sambúð með tvö börn og tekjur undir 1,4 m.kr. á mánuði munu húsnæðisbætur hækka um 206 þ.kr. á ári.

Fyrir einstætt foreldri með eitt barn og 700 þ.kr. í mánaðartekjur munu húsnæðisbætur hækka um 165 þ.kr. á ári og um 190 þ.kr. ef tvö börn eru á heimili.

Breytingar gagnast einnig barnmörgum fjölskyldum þar sem tekið verður tillit til fleiri íbúa á heimili við útreikning á grunnfjárhæðum, eins og áður segir, auk þess sem frítekjumörk munu hækka í samræmi við fjölda heimilisfólks.

Fólk í sambúð með fjögur börn getur nú fengið að hámarki 817.912 kr. í húsnæðisbætur á ári en geta eftir breytingar fengið allt að 1.194.628 kr., sem er hækkun að upphæð 376.716 kr.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst