Verkið langt komið

DSC_0619

Verkefnið “Karlar í skúrum” er enn á fullri ferð og nú eru rafvirkjarnir að vinna sína vinnu. Þeir báðu um að komið yrði með öll tækin upp á Hraunbúðir og þeim raðað upp þannig að þeir gætur áttað sig á hvernig og hvar tenglar við tækin ættu að vera. Verkið er langt komið og lítilsháttar […]

Meira af The Puffin Run

DSC_9758

Slava Mart og Natali Osons settu saman þetta skemmtilega myndband af The Puffin Run sem haldið var á dögunum. Þau eru frá Úkraínu og eru búsett í Vestmannaeyjum. https://eyjar.net/lundahlaupid-a-150-sekundum/ https://eyjar.net/the-puffin-run-a-5-minutum/ (meira…)

Mæta ÍR á útivelli

DSC_1856_2

Þrír leikir fara fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍR á móti ÍBV. Bæði lið eru án stiga og má því búast við baráttuleik á ÍR-velli í kvöld. Flautað er til leiks klukkan 18.00. Leikir kvöldsins í Lengjudeild kvenna: (meira…)

Hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar

stjornsysluhus_tms

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024 er hafin. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15. Afgreiðslutími er sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15 – 15:00. Föstudaga kl. 9:15 – 14:00. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini. Atkvæðagreiðsla í […]

Gamla myndin: Jarlinn kemur til Eyja

_DSC0288

Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2016. Gamla myndin er frá því seinnipartinn í mars 2016, þegar fluttningaskipið Paula kom með stóran gámakrana til Eyja, kraninn heitir Jarl. Reyndar var Paula með tvo krana en sá stærri fór […]

Vöruhúsið opnar – myndir

DSC_0565

Vöruhúsið opnaði dyr sínar í dag, laugardaginn 11.maí. Vöruhúsið er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á Skólavegi 1. Eyjar.net ræddi við Anton Örn Eggertsson, einn af eigendum staðarins, en auk hans eiga þau Róbert Agnarsson, Hildur Rún Róbertsdóttir og Sigrún Ósk Ómarsdóttir staðinn. „Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu flestir að geta fundið sér rétt […]

Göldruðu fram dýrðarinnar saltfiskveislu í vertíðarlok

saltfiskveisla_vsv_is_24

„Veislan tókst glimrandi vel og öruggt mál að þetta gerum við aftur. Við vinnum alla daga í saltfiski og sendum til Portúgals þar sem hann er í hávegum hafður til hátíðarbrigða. Oft höfum talað um að gera okkur dagamun hér á vinnustaðnum með því að bera á borð saltfisk sem matreiddur á einhvern þann hátt […]

Opið pílumót

pilukast

Pílufélag Vestmannaeyja heldur opið pílumót mánudaginn 20. maí, sem er annar í Hvítasunnu. Hefst mótið klukkan 13.00. Mótið fer fram í húsakynnum félagsins í kjallara Hvítasunnukirkjunnar (gengið inn sunnanmegin). Veglegir vinningar í boði, segir í tilkynningu. Skráning í mótið fer fram á facebook-síðu Pílufélags Vestmannaeyja. (meira…)

Minning: Anna Sigríður Grímsdóttir

Anna okkar, ljúfa Anna, er látin, tæplega 96 ára að aldri. Hún bar ekki aldurinn með sér, var með allt á hreinu,  fylgdist vel með og alltaf með sitt fallega bros. Það kom okkur því mjög á óvart, sem segir mikið, þegar við fengum upphringingu um snögg veikindi hennar sem leiddu til andláts skömmu síðar. Fallegar […]

Leggja til hliðar ágreining um lagaleg atriði

vatn_logn_08_op

Í viljayfirlýsingu HS Veitna hf. og Vestmannaeyjabæjar um úrlausn ágreinings um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegir innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum segir: „Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin varðandi vatnsveitu í Vestmannaeyjum hafa aðilar ákveðið að vinna sameiginlega að því að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.