Hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar
12. maí, 2024
stjornsysluhus_tms
Aðsetur sýslumannsembættisins eru í stjórnsýsluhúsinu. Eyjar.net/Tryggvi Már

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024 er hafin.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.

Afgreiðslutími er sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15 – 15:00. Föstudaga kl. 9:15 – 14:00.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:

Ef kjósandi getur ekki kosið á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að kjósa í heimahúsi. Beiðni þess efnis, sem studd skal vottorði lögráða einstaklings um hagi kjósanda, skal berast embættinu fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 30. maí n.k. Mælst er til þess að beiðnir þessa efnis berist embættinu án ástæðulauss dráttar. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Landskjörstjórnar, www.kosning.is og óskast það sent á netfangið vestmannaeyjar@syslumenn.is eða lagt inn á einhverri af skrifstofum embættisins.

Ábyrgð á atkvæði:

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.

Lengdur afgreiðslutími vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður auglýstur síðar.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má nálgast á vefsíðunni www.kosning.is.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, á sjúkrastofnunum sýslumannsins í Vestmannaeyjum, fer fram sem hér segir:

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sjúkradeild,
Sólhlíð 10, Vestmannaeyjum

Föstudaginn 31. maí kl. 14:00 -15:00.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir,
Dalhrauni 3, Vestmannaeyjum

Fimmtudaginn 30. maí kl. 13:00.

Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.

Bent er á vefsíðurnar www.syslumenn.is og www.kosning.is, þar sem nálgast má eyðublöð og allar nauðsynlegar upplýsingar vegna komandi kosninga.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst