Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2016.
Gamla myndin er frá því seinnipartinn í mars 2016, þegar fluttningaskipið Paula kom með stóran gámakrana til Eyja, kraninn heitir Jarl. Reyndar var Paula með tvo krana en sá stærri fór til Þórshafnar í Færeyjum. Eimskipafélag Íslands var að senda þessa krana þar sem félagið var að endurnýja krana sína í Reykjavík.
Paula er sérhannað skip til að flytja stórar vörur og þungar og geta híft með eigin krönum. Skipstjórinn á Paula sagði mér að þrátt fyrir að þessi krani væri mörg hundruð tonn á þyngd myndi skipið aldrei halla meira en 1 gráðu. Ég spurði hann hvað hann myndi gera ef skipið hallaði meira en það. “Ég myndi hlaupa í land” svaraði hann. Skipið var með kröftugar dælur þannig að það gat dælt mikið af sjó frá einni hlið skipsins yfir í hina, auk þess er það með ballesntank utan við skipið til að halda því réttu.
Hífingin gekk vel og skipið var hallalaust þrátt fyrir að kraninn hafi verið hátt í 500 tonn að þyngd.
https://eyjar.net/2016-03-23-fyrsti-hafnarkraninn-i-eyjum/
https://eyjar.net/gamla-myndin-gamlar-myndir-gerdar-upp/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst