Tónskáldakvöld með Marínu Ósk & Ragnari Ólafssyni

marina_ragnar_ads_min

17. maí næstkomandi kl. 21:00 halda Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hugljúfa tónleika í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.   Leikin verða frumsamin lög Marínu og lög Ragnars í bland við þekkta gullmola, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tónskáldin fóru nýlega tónleikaferðalag hringinn og léku á alls 12 tónleikastöðum, við hlýlegar og góðar undirtektir. Nú […]

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags í dag

20220831_202353

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður haldinn í dag, fimmtudaginn 9. maí. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf – ársreikningur lagður fram til umræðu og samþykktar og stjórnarkjör. Líkt og Eyjar.net greindi frá í síðasta mánuði mun Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar láta af formennsku í félaginu. Fundurinn hefst klukkan 18:00 í Týsheimilinu. https://eyjar.net/haettir-sem-formadur-ibv/ (meira…)

Kynntu sér atvinnulífið

DSC_0249

Jessý Friðbjarnardóttir kom með nemendur sína í 6. bekk GRV, í heimsókn í Hampiðjuna í morgun. Nemendurnir eru komnir á þann aldur að fara að ákveða sig hvert framtíðarstarfið skuli vera og því gott að líta við í fyrirtækjum bæjarins. Ingi Freyr Ágústsson útibústjóri Hampiðjunnar í Vestmannaeyjum tók vel á móti börnunum og sýndi þeim […]

„Spennistöðin er tengd“

laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131

„Spennistöðin er tengd. Það gleður okkur að tilkynna að núna er Viðlagafjara tengd raforkukerfi landsins.“ segir í facebook-færslu á síðu Laxeyjar í dag. Þar segir ennfremur: „Hallgrímur Steinsson fékk heiðurinn að gangsetja spennistöðina sem er hönnuð með tilliti til rekstraröryggis í langtímarekstri. Með því að tengjast raforkukerfi landsins tryggjum við öruggan rekstur með lágmarks áhrif […]

38% aukning á milli ára

adgerd_DSC_3053_opf

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,5 milljörðum króna í apríl samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruskipti í mánuðinum, sem Hagstofan birti í gærmorgun. Það er rétt rúmlega 2% aukning í krónum talið miðað við apríl í fyrra. Þar sem gengi krónunnar var tæplega 1% hærra nú í apríl en í sama mánuði í fyrra, er aukningin mæld í […]

Jón Gnarr í Eyjum

JonGnarr2024_BK217761_web

Jón Gnarr kemur til Vestmannaeyja fimmtudaginn 9. maí. Jón tekur á móti gestum og gangandi á Tanganum kl. 15 þar sem Tvíhöfði tekur lagið og Jón flytur stutt ávarp. Komið og gleðjist, spjöllum saman og syngjum nokkur sígild Tvíhöfðalög, eins og Úlpan mín, Raddararí og Gefum honum von! Öll hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu frá […]

Sigmundur Davíð fundar í Eyjum

sigmundur_david_midfl_cr_2

Í dag verður stjórnmálafundur í Eyjum með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Þar mun Sigmundur Davíð fara yfir stöðuna í stjórnmálunum í dag og taka við fyrirspurnum. Hvetjum Vestmannaeyinga til að mæta og taka þátt, segir í tilkynningu frá Miðflokknum. Fundað verður í Akóges salnum frá kl. 17-18.30. (meira…)

Kíghósti greinist í Eyjum

hsu_inng_nyr

Undanfarið hafa birst fréttir af því að kíghósti hafi greinst vítt og breitt um landið. Nú hefur greinst tilfelli kíghósta í Vestmannaeyjum. Í því ljósi er gott að rifja upp leiðbeiningar frá sóttvarnarlækni varðandi Kíghósta og við hvetjum fólk til að skoða góðar upplýsingar sem finna má á heilsuveru.is áður en haft er samband við 1700 […]

Kallar ekki á skerðingu lífeyrisréttinda

lifey_20

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn í dag. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 6.522 milljónir króna eða 5,2% af heildarskuldbindingum en í árslok 2022 var staðan neikvæð um 5.008 millj.kr. eða 4,3%. Eyjar.net spurði Hauk Jónsson, framkvæmdastjóra sjóðsins um hverjar séu stærstu fjárfestingar sjóðsins í fyrra og það sem af er þessu ári. Stærstu einstöku […]

67 þúsund farþegar það sem af er ári

Herjolf_alfsnes_thorl_min

„Herjólfur flutti í apríl 28.491 farþega og fyrstu fjóra mánuði árins hafa verið fluttir 67.335 farþegar.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegaflutninga Herrjólfs í ár. Hann segir að farþegafjöldinn í fyrra á sama tímabili hafi verið sambærilegur eða 66.810 farþegar. „Siglingar til Landeyjahafnar gengu vel í apríl og var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.