17. maí næstkomandi kl. 21:00 halda Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hugljúfa tónleika í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.
Leikin verða frumsamin lög Marínu og lög Ragnars í bland við þekkta gullmola, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Tónskáldin fóru nýlega tónleikaferðalag hringinn og léku á alls 12 tónleikastöðum, við hlýlegar og góðar undirtektir. Nú er komið að Vestmannaeyjum, en Marína á sterk ættartengsl til Eyja.
Þegar Marína og Ragnar leika saman tónlist blandast heimar djass, rokks og þjóðlagatónlistar. Útkoman er töfrandi og hjartahlý músík sem lætur fáa ósnortna.
Marína á ættir að rekja til Eyja og mun á tónleikunum spila splunkunýtt og óútgefið lag um ömmu sína, sem var sönn Eyjapía.
Sérstakir gestir á tónleikunum verða meðlimir í Kirkjukór Landakirkju. Miðaverð 3.500 kr. og húsið opnar 30 mínútum fyrr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst