Jessý Friðbjarnardóttir kom með nemendur sína í 6. bekk GRV, í heimsókn í Hampiðjuna í morgun. Nemendurnir eru komnir á þann aldur að fara að ákveða sig hvert framtíðarstarfið skuli vera og því gott að líta við í fyrirtækjum bæjarins.
Ingi Freyr Ágústsson útibústjóri Hampiðjunnar í Vestmannaeyjum tók vel á móti börnunum og sýndi þeim það sem gert er í Hampiðjunni og kenndi þeim að splæsa augu á spotta, svo dæmi sé tekið. Skemmtilegast þótti nemendunum að láta hífa sig upp með litlum spilum, það var semsagt skemmtilegast að hanga í vinnunni.
Fleiri myndir frá starfskynningunni má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst