Fjárhúsið á Breiðabakka

hbh_breidab_24

Fjárhúsið á Breiðabakka er næsti viðkomustaður Halldórs B. Halldórssonar. Þar er byrjaður sauðburður og mikið líf í sveitinni. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Vígðu nýja bekki í miðbænum

IMG_4859

Á fimmtudaginn sl. fór fram kynning og vígsla á nýjum bekkjum í lýðheilsu- og samfélagsverkefninu “Brúkum bekki”. Nýju bekkirnir eru allir staðsettir í miðbænum. Fram kom í máli Ólafar Aðalheiðar Elíasdóttur (Ólu Heiðu) – sem farið hefur fyrir verkefninu – að fyrir rúmum tveim árum hafi Unnur Baldursdóttir bent henni á þetta verkefni. „Hún sagði […]

ÍBV úr leik

DSC_8551

Eyjamenn sáu aldrei til sólar í oddaleik liðsins gegn FH-ingum í kvöld. FH náði fljótlega góðri forystu, komust til að mynda í 8-3. ÍBV náði þegar best lét að minnka muninn í 2 mörk en lengra komust þeir ekki. FH-ingar juku smá saman muninn þegar leið á leikinn og þegar flautað var til leiksloka höfðu […]

Misstu fimmtán gáma í sjóinn austan við Eyjar

gamar_eimskip_IMG_6291

Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, í lok mars. Skipið laskaðist við þetta og gáma hefur rekið á fjörur á Suðurlandi. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 21. mars, austan við Vestmannaeyjar, þegar Dettifoss var að sigla frá Reykjavík til Reyðarfjarðar. Frá þessu er greint á DV.is. Haft er eftir heimildarmanni DV að gleymst […]

Lífið er núna – myndir

DSC_0198

Vel hefur verið mætt í Höllina í dag þar sem fólk hefur perlað armbönd með áletruninni “Lífið er núna”. Um er að ræða lykilfjáröflun Krafts. Armböndin eru framleidd af sjálfboðaliðum, en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ljósmyndari Eyjar.net leit þar við og smellti meðfylgjandi myndum. (meira…)

Æft af krafti fyrir Eyjatónleika

Léttsveit mynd

Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Halldór B. Halldórsson kíkti á æfingu sveitarinnar sem var að taka lagið með Páli Óskari. Myndbandið má sjá hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um tónleikana. https://eyjar.net/vortonleikar-i-hollinni/ (meira…)

Eyjar.net bíða enn svara ráðuneytisins

gudlaugur_thor_tms

Svo mikið er að gera í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- og orkumálaráðherra að illa gengur að svara fyrirspurnum frá Vestmannaeyjum. Sein svör skrifast á mikið annríki „Ég bið þig að afsaka sein svör sem skrifast á mikið annríki.“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins til Eyjar.net eftir ítrekaða eftirgrennslan um svör við spurningum um miklar hækkanir […]

Fjölbreyttar námsleiðir í boði

Framh_20201012_173236

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur opnað fyrir innritun í nám á haustönn 2024. Skólinn býður upp á fjölbreytt námsframboð á haustönn. Fram kemur á vefsíðu skólans að fjöldi umsókna í nám á haustönn 2024 hafi farið fram úr björtustu vonum og vegna fjölda eftirspurna verður áfram bætt við námsframboðið. Nú er skipstjórn B komin á listann […]

Dagur í lífi forseta-frambjóðanda

DSC_0065

Dagurinn byrjaði snemma hjá Höllu Hrund Logadóttur er hún keyrði til Landeyjahafnar til að ná Herjólfi til Eyja. Halla tók þátt í The Puffin Run ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Frey Kristjánssyni. Eftir hlaupið var litið við í Eldheimum þar sem Kristín Jóhannsdóttir tók á móti þeim. Frá Eldheimum var haldið í björgunarskipið Þór og það […]

Oddaleikur í dag – allt undir

DSC_8489

Það verður allt undir í Kaplakrika í kvöld þegar þangað mæta Eyjamenn. Um er að ræða oddaleik í undanúrslitarimmu ÍBV og FH. Staðan í einvíginu er 2-2. FH-ingar kmoust í 2-0, en Eyjamenn sigruðu tvo næstu leiki þar sem úrslit réðust annars vegar á loka sekúndum og í síðasta leik þurfti vítakastkeppni til að fá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.