Lundinn sestur upp

skuggamynd_lundar

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag. Lundinn sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall í kvöld. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem vorboðann ljúfa en lóuna. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 […]

Einar nýr formaður Ísfélagsins

DSC_6431

Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í Vestmannaeyjum sem og rafrænt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mætt hafi verið fyrir 82,7 % atkvæða á fundinn. Á fundinum var samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr. Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg […]

Lánaður frá HK til ÍBV

eidur-atli_cr

Hinn 22 ára Eiður Atli Rúnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Í tilkynningu frá ÍBV segir að Eiður sé varnarmaður sem er uppalinn hjá HK sem lánar hann til ÍBV, samningur Eiðs við HK rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025. Eiður byrjaði alla leiki HK í Lengjubikarnum […]

Petar áfram í Eyjum

Petar_Jokanovic_ibv_min

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Petar, sem er frá Bosníu hefur verið einn af lykilmönnum síðustu ár og meðal annars verið bikarmeistari og nú síðast Íslandsmeistri með ÍBV. Hann er 33 ára og hefur leikið með ÍBV síðan árið 2019. (meira…)

Vortónleikar í Höllinni

Léttsveit mynd

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Páll Óskar sérstakur gestur Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Friðrik […]

Meistararnir lána ÍBV miðjumann

bjarki-bjorn_ibvsp_24

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka, segir í tilkynningu […]

ÍBV með dagskrá í miðbænum á Þjóðhátíð

tjold_midstr

Umsóknir frá ÍBV íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð voru teknar fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Einnig óskaði ÍBV-íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum var sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir […]

„20 tíma í hvorum túr að fá fullfermi”

Vestmannaey_bergur_24_IMG_4468

Ísfisktogararnir  Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu fullfermi sl. laugardag í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Systurskipin lönduðu síðan aftur fullfermi í Eyjum í gær. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir hann að það hefði verið hörkuveiði að undanförnu. „Við lönduðum fullfermi á laugardag og aftur í gær og það […]

660 milljónir áætlaðar í viðbyggingu

ithrottam

Breytt deiliskipulag íþróttasvæðis við Hástein er nú í kynningarferli. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er gert ráð fyrir 180 milljónum til verksins í ár. Þá er gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun að árið 2025 fari 240 milljónir í framkvæmdina og aðrar 240 milljónir árið 2026. Um er að ræða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina upp á 1800 […]

ÍBV mætir Grindavík í bikarnum

Í gær var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Þar fékk ÍBV heimaleik og mæta þeir Grindavík, en leikirnir í þessari umferð fara fram dagana 24.-25. apríl. 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla Haukar – Vestri Árbær – Fram KÁ – KR ÍBV – Grindavík Grótta – Þór ÍH – Hafnir Valur – FH Afturelding – Dalvík/Reynir ÍA […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.