Einar nýr formaður Ísfélagsins
17. apríl, 2024
DSC_6431
Einar Sigurðsson er nýr stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2013. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í Vestmannaeyjum sem og rafrænt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mætt hafi verið fyrir 82,7 % atkvæða á fundinn.

Á fundinum var samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr.

Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.

Þá var tekin ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins og var samþykkt að stjórnarlaun vegna ársins 2024 verði sem hér segir: Formaður verði með kr. 500.000 á mánuði en aðrir stjórnarmenn með 250.000.

Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og hefur skipt með sér verkum. Var ákveðið að Einar Sigurðsson yrði stjórnarformaður og Steinunn H. Marteinsdóttir varaformaður stjórnar.

Þá samþykkti aðalfundurinn að framlengja heimild stjórnar félagsins til að kaupa eigin hluti í félaginu til næstu átján mánaða.

https://eyjar.net/gunnlaugur-haettir-i-stjorn-isfelagsins/

https://eyjar.net/53-milljarda-hagnadur-isfelagsins/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst