Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag. Lundinn sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall í kvöld. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem vorboðann ljúfa en lóuna.
Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Það var fuglaáhugamaðurinn Georg Eiður Arnarson sem kom auga á vorboðann ljúfa í Kaplagjótunni í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst