Siglt í Landeyjahöfn

her_naer-3.jpg

Ófært var fyrir Herjólf til Landeyjahafnar í morgun. Nú hafa aðstæður lagast og því verða næstu ferðir sigldar þangað. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)

Framlengja frest landeigenda

Heimaklettur_hofn_IMG_0023

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Í tilkynningu óbyggðanefndar segir að framlengingunni sé ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því […]

Elmar til Nordhorn

Elmar_DSC_0255

Handboltamaðurinn Elmar Erlingsson hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Elmar hafi verið í lykilhlutverki hjá ÍBV síðustu ár og var til að mynda Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Elmar var einnig valinn besti leikmaður Olís deildarinnar samkvæmt hbstatz. „Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt […]

Verulegur samdráttur í mars

sjorinn_sjomenn_old_l

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 23,4 milljörðum króna í mars samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruskipti í mánuðinum sem Hagstofan birti í vikunni. Þetta er fremur rýr marsmánuður miðað við undanfarin ár og í raun hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða ekki verið minni í mars í 6 ár. Útflutningsverðmæti sjávarafurða voru á hinn bóginn óvenju mikil í sama mánuði í […]

Segir íbúakosningu þýða að hætt verði við verkið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísaði málinu um listaverk í tilefni 50 ára gosloka til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að Páll […]

Vegagerðin með morgunfund í beinni

Landeyjaho_20240106_115402

Á morgunfundi Vegagerðarinnar verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi, sem sjá má hér að neðan. Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari en margir myndu halda. Innan Vegagerðarinnar er starfrækt hafnadeild sem […]

Einvígi ÍBV og Hauka hefst í kvöld

DSC_4921

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi, þegar Valsmenn völtuðu yfir Fram, 41-23. Í hinum leiknum marði Afturelding lið Stjörnunnar, lokatölur 29-28. Í kvöld verða tveir leikir. Í fyrri leik kvöldsins mætast FH og KA. Í seinni leiknum tekur ÍBV á móti Haukum, en þessi lið enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Það má því […]

Ófært til Landeyjahafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og vinds. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag verður gefin út tilkynning kl. 14:00. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa […]

Matey lofuð í Time Out

Matey

Matarhátíðin Matey fær mikið lof í breska vefritinu Time Out í dag. Þar gerir blaðamaðurinn Ella Doyle upp heimsókn sína til Vestmannaeyja síðasta haust. „Þegar maður hugsar um Ísland hugsar maður um hveri, fossa, svartar sandstrendur og norðurljós. Og þegar maður hugsar um mat á Íslandi þá hugsar maður um Reykjavík. Hvers vegna myndirðu ekki? […]

Eldsvoðar af mannavöldum

eldur_slokkvilid_24_fb

Undanfarna daga hefur Slökkvilið Vestmannaeyja fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu. Í facebookfærslu slökkviliðsstjóra segir að í hádeginu á föstudaginn hafi kviknað í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus í sinu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.