Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi, þegar Valsmenn völtuðu yfir Fram, 41-23. Í hinum leiknum marði Afturelding lið Stjörnunnar, lokatölur 29-28.
Í kvöld verða tveir leikir. Í fyrri leik kvöldsins mætast FH og KA. Í seinni leiknum tekur ÍBV á móti Haukum, en þessi lið enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Það má því búast við hörku viðureign í Eyjum í kvöld. Húsið opnar 18:30 og verða grillaðir hamborgarar fyrir leik. Veitingasala og miðsala á Stubb. Flautað er til leiks kl. 19.40 í Eyjum.
Leikir dagsins:
fim. 11. apr. 24 | 18:00 | 1 | Kaplakriki | SÞR/SÓP/GSI | FH – KA | |||
fim. 11. apr. 24 | 19:40 | 1 | Vestmannaeyjar | ÁRM/ÞHA/HLE | ÍBV – Haukar |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst