Frátafir vegna ölduhæðar og dýpis – uppfært

nyi_herj

Ferð kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna ölduhæðar og dýpis í Landeyjahöfn. Hvað varðar siglingar kl. 14:30/15:45 verður gefin út tilkynning fyrir kl. 14:00 í dag, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu Herjólfs til þess […]

Íbúafundur í dag

20200912_herj_ystiklett_sjor_min

Í dag verður haldinn íbúafundur um málefni Herjólfs. Það er Herjólfur ohf. sem boðar fundinn sem verður í Akóges og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá fundarins er a þessa leið: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)

Þingmenn svara Eyjar.net

veitur_thingmenn_24 (1000 x 667 px)

Eyjar.net sendi í síðustu viku spurningu til allra 10 þingmanna Suðurkjördæmis vegna synjunar HS Veitna um beiðni Eyjar.net á gögnum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum gjaldskrár á heimili í Eyjum. Þrír þingmenn hafa svarað fyrirspurninni sem hljóðar svo: „Samkvæmt orkulögum er veitustarfsemi takmörk sett þegar kemur að gjaldskrá þess. Veitan getur tekið sér 7% arð […]

Segir jákvæð teikn á lofti

hsu_nordan_0322

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í síðasta mánuði. Farið var yfir stöðuna eftir þær breytingar sem grípa átti til í framhaldi af fundi bæjarstjórnar með heilbrigðiráðherra og forstjóra HSU fyrr á árinu. Ekki er komin mikil reynsla á þær en það eru þó jákvæð teikn á lofti samkvæmt því sem kom […]

Brýnt að ráðist verði í úrbætur sem fyrst

bryggja_loskud_op_24_min

Um 10 metrar í þilinu á Gjábakka er ónýtt. Fulltrúar frá Vegagerðinni hafa skoðað neðansjávarmyndir sem teknar voru og úrskurðað að ekki sé hægt að gera við kantinn heldur að þörf sé á endurbyggingu. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Ráðið lýsir áhyggjum sínum og telur brýnt að ráðist […]

Hafa áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn

Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-18-12.jpg

Efnistaka við Landeyjahöfn er nú í skipulagsferli. Fyrirtækið HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. (HPM) skilaði matsáætlun til Skipulagsstofnunar þann 22. desember sl. vegna efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn. Allt að 65-80 millj­ón­ir rúm­metrar af efni Fyr­ir­hugað er að vinna allt að 65-80 millj­ón­ir rúm­metra af efni á efnis­töku­svæðinu og áætlað að það taki um 30 ár, […]

Funda vegna frekari tjónabóta

vatn_logn_08_op

Tjón á neysluvatnslögn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á föstudaginn var. Fram kemur í fundargerð að vátryggingafélag útgerðarinnar hafi viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með […]

Ráðuneytið óskar eftir afstöðu HS Veitna

GÞÞ_IMG_4317

Illa hefur gengið að fá rökstuðning frá HS Veitum fyrir miklum hækkunum fyrirtækisins á gjaldskránni í Eyjum umfram önnur svæði. Orkustofnun gat ekki varpað skýru ljósi á gjörðir fyrirtækisins, sem hefur einokun á þessum markaði. Vísuðu forráðamenn stofnunarinnar á umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið. Í lok síðasta mánaðar sendi Eyjar.net fyrirspurnir vegna málsins í umhverfis- orku- […]

Vilja meira fé til loðnuleitar

_DSC0433.

Loðnubrestur er orðin staðreynd, sá þriðji á fimm árum með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnubrestur er högg fyrir bæði uppsjávarsveitarfélög og þjóðarbúið allt. Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja segir að það sé afar sérstök forgangsröðun fjármuna að ríkið skuli ekki setja meira fjármagn í loðnurannsóknir og loðnuleit í ljósi þeirra verðmæta sem tapast þegar […]

Vilja aðgerðir vegna vanefnda

20240318_Álfsnes_thor_AH_min

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja fyrir helgi var umræða um samgöngumál á milli lands og Eyja. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.