230 milljóna hagnaður

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá framkvæmda- og hafnarráði í liðinni viku. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór þar yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2023. Fram kom að rekstrartekjur ársins hafi numið 768 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 230 milljónum. Til samanburðar nam hagnaður hafnarsjóðs árið áður 170 milljónum. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi ársreikning […]

Hugmynd!

uppl_gongust_holland

Mikið hefur verið rætt og ritað um minnisvarða og mannvirki á Eldfelli. Ekki líst öllum á að setja þar upp stiga og lýsingu og öllu því sem það fylgir. Í kjölfar viðtals við Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hér á Eyjar.net um fyrirhugaðan minnisvarða hafa nokkrir bæjarbúar sett sig í samband við undirritaðan vegna málsins, […]

Halla Hrund býður sig fram

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur kost á sér til embættis forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara þann 1. júní nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, […]

Óla Jóns minnst á Eyjakvöldi

DSC_6743

Fyrsta Eyjakvöld ársins fór fram í gærkvöldi. Kvöldið var til heiðurs Ólafi Jónssyni frá Laufási, en hann var meðlimur í Blítt og létt og lék þar á saxafón. Ólafur féll frá í fyrra. Leikin voru uppáhaldslög Óla og var húsfyllir í Alþýðuhúsinu og stemningin góð. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. […]

Vilja breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir

strandvegur_20240406_154642_min

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði var tekin fyrir umsókn um breytta nýtingu á húsnæði á Strandvegi 89-97. Fram kemur í fundargerðinni að Jón Gísli Ólason sæki um – fyrir hönd fasteignareiganda á Strandvegi 89-97 – breytingu á skipulagsákvæði aðalskipulags Vestmanneyja, til að heimila notkun 2-3 hæðar húsanna fyrir íbúðir. Fram kemur […]

Söfnuðu tæplega 8 milljónum fyrir Grindvíkinga

DSC_6532

Lionsklúbbur Vestmannaeyja fagnar í dag 50 ára afmæli klúbbsins. Af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í veislusal Einsa Kalda í gærkvöldi. Á áttunda tug mættu í veisluna sem var öll hin glæsilegasta. Hápunktur kvöldsins var þegar að fulltrúar Lionsklúbbsins í Eyjum afhentu fulltrúum Lionsklúbbs Grindavíkur afrakstur söfnunar sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur innan […]

Erlendum ríkisborgurum fjölgar

folk

Erlendir ríkisborgarar í Vestmannaeyjum eru nú orðnir 14,4% af íbúafjölda bæjarins. Þetta má sjá í nýjum gögnum um íbúafjölda í mælaborði Byggðastofnunar. Þar má lesa úr að íbúafjöldi í byrjun ársins hafi verið 4.444 í Eyjum. Þar af eru erlendir ríkisborgarar 639 talsins eða 14,4%. 376 karlar (58,8%) og 263 konur (41,2%). Meðalaldur erlendra ríkisborgara […]

Á kolmunna suður af Færeyjum

DSC_5004

Uppsjávarskip Ísfélagsins halda brátt til veiða. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins fara Heimaey og Sigurður á kolmunnaveiðar um eða eftir helgi. Aðspurður um veiðisvæðið segir hann að það verði væntanlega sunnan við Færeyjar eins og venjan er um þennan árstíma, en siglingin frá Eyjum tekur um 30 tíma á miðin. „Við reiknum með tveimur kolmunnatúrum […]

Kraftmikið lag á stórafmælinu

DSC_6993

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er í fullum gangi, en í ár verða 150 ár frá því fyrsta Þjóðhátíðin var haldin. Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV staðfestir í samtali við Eyjar.net að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytji þjóðhátíðarlagið í ár. „Það er langur tími liðinn síðan nefndin tók þá ákvörðun að fela Jóhönnu verkefnið. Okkur í nefndinni fannst […]

Bæjarstjórnin fær óskarinn

oskarinn

Þá er árlegri krýningarathöfn bæjarstjórnar lokið í kjölfar stórkostlegrar niðurstöðu könnunar sem haldin var um ánægju bæjarbúa á rekstri bæjarins. Spurningalistinn er í 12 liðum og í stuttu máli sagt hefur ekki orðið ein einasta breyting að ráði frá því að fyrst var spurt árið 2009. Helst mætti nefna að bæjarbúar eru einna helst áhyggjufullir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.