Vilja aðgerðir vegna vanefnda
8. apríl, 2024
20240318_Álfsnes_thor_AH_min
Dýpkunarskipið Álfsnes við bryggju í Þorlákshöfn. Eyjar.net/AH

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja fyrir helgi var umræða um samgöngumál á milli lands og Eyja.

Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á rifinu og þarf að treysta á litla ölduhæð til að halda fullri áætlun.

Dýpkun hefur ekki verið sinnt sem skyldi yfir páskana þótt það hafi verið góður veðurgluggi. Vegagerðin gaf þá skýringu að Björgun hefði ekki geta mannað skipið og því ekki hægt að sinna dýpkun þótt veður væri til þess. Dýpið á rifinu er hamlandi fyrir siglingar og því algerlega ótækt að ekki séu allir veðurgluggar nýttir. Bæjarstjóri kom þessum athugasemdum á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar um helgina.

Í niðurstöðu segir að bæjarráð telji óásættanlegt að Björgun uppfylli ekki samning um dýpkun með þeim hætti sem gert var um páskahelgina og fer fram á það við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart félaginu vegna vanefnda á samningi.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst