Mikið hefur verið rætt og ritað um minnisvarða og mannvirki á Eldfelli. Ekki líst öllum á að setja þar upp stiga og lýsingu og öllu því sem það fylgir.
Í kjölfar viðtals við Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hér á Eyjar.net um fyrirhugaðan minnisvarða hafa nokkrir bæjarbúar sett sig í samband við undirritaðan vegna málsins, enda mörgum í mun að eigi á annað borð að fara í slíka framkvæmd að vel verði að verki staðið.
Ein af hugmyndunum sem send var til mín er göngustígur í Hollandi. Sendandinn sagðist oft velta fyrir sér hvers vegna götur og stígar séu hafðar svona ljótar. Kannski er þessi fyrirhugaði stígur ekkert líkur því sem við höfum séð sem stíg eins og þessi í Holllandi.
Annar sendi myndir af Saxhóli á Snæfellsnesi, þar sem stígur fellur vel inn í umhverfið. Sá spurði hvort það sé ekki umhverfisvænna að setja upp slíkan stiga alla leið að neðan. Stiga sem fellur vel inn í umhverfið í stað þess að traðkað sé endalaust á svæðinu. Þarna er mjög vel að verki staðið og uppgangan auðfarin. Einnig er mynd af því hvernig gengið er frá göngustígum á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Vissulega góðar ábendingar og ljóst að mörgum er umhugað um svæðið. Hitt er svo að beint fyrir neðan stóra minnisvarðann (sjálft Eldfell) erum við með hið glæsilega safn Eldheima. Þar fyrir utan mætti nýta svæði í minnisvarða og gera að honum fallegan göngustíg, hugsanlega í anda þess í Hollandi, líkt og þú sért að ganga á glóandi hrauni í átt að minnisvarðanum.
Lykilatriðið er samt þetta: Skipulagsmál eru oft á tíðum viðkvæm mál og því mikilvægt að vinna þau vel og jafnframt að kynna þau vel fyrir bæjarbúum. Þar eru ásýndarmyndir og þrívíddarteikningar nauðsynlegar.
Tryggvi Már Sæmundsson
Höfundur er ritstjóri Eyjar.net.
https://eyjar.net/minnisvardinn-a-eldfelli-mikid-mannvirki/
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst