Níu lundar til Englands

Líkt og kom fram hér á Eyjar.net í gær stendur til að flytja nokkra sjúka lunda frá sædýrasafni Sea Life Trust í Eyjum til Bretlands. Að sögn Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust í Vestmannaeyjum er verið að fara að flytja nokkra lunda til Cornwall í Englandi. Höfum bara leyfi til að vera með ákveðin […]
Frumsýna söngleikinn Spamalot

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í kvöld söngleikinn Spamalot, en æft hefur verið af krafti undanfarnar vikur fyrir söngleikinn. Fjallar verkið um leit Arthúrs konungs og riddara hringborðsins að hinu helga grali, en breska tón- og leikskáldið Eric Idle vann söngleikinn upp úr kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail árið 2004, en þá mynd gerði Eric […]
Listamenn léku saman á Píanó

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar héldu tónleika í safnaðarheimili Landakirkju í gærkvöldi. Þar léku þær fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru hljómleikarnir stórgóðir þar sem 50 manns mættu og nutu tónverkana. (meira…)
Áfram fimm ferðir á dag

Herjólfur ohf. hefur gefið út siglingaáætlun út páskadag, áfram verða sigldar fimm ferðir á dag milli lands og Eyja. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun út sunnudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 20:45, 23:15. Hvað varðar siglingar fyrir mánudag (1.apríl), verður […]
Rasmus aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Rasmus er ekki að koma í fyrsta skiptið til ÍBV en þessi 34 ára gamli miðvörður kom einnig til liðsins árið 2010, 20 ára gamall. Rasmus lék […]
Lundar sendir til Bretlands í endurhæfingu

Sædýrasafnið Sea Life Trust hefur undanfarin ár verið með nokkra lifandi lunda á safninu auk þess sem að safnið stendur að björgunarstarfi á lundum og lundapysjum. Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að flytja nokkra þeirra úr landi. Skömmu eftir að Eyjar.net sendi Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust fyrirspurn vegna málsins birtist á facebook-síðu safnsins […]
5,3 milljarða hagnaður Ísfélagsins

Ársreikningur Ísfélagsins var kynntur í dag, en óhætt er að segja að árið í fyrra hafi verið viðburðarríkt hjá félaginu. Hæst ber að nefna sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. en sameinað félag var í kjölfarið skráð á markað. Heildarafli skipanna var rúmlega 151 þúsund tonn og var bolfiskafli skipa félagsins tæp 24 þúsund […]
Sá fréttirnar og hafði samband!

Lottóvinningshafinn sem var einn með allar tölur réttar um síðustu helgi er fundinn og er fyrir vikið hátt í 9 milljón krónum ríkari. Sú heppna hafði keypt miðann í appinu en var aðeins með heimasíma skráðan og úrelt netfang. Þegar fréttir tóku að birtast um leitina, Kíkti hún líkt og fleiri því í appið til […]
Á veiðum um páskana

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir í Eyjum í gær. Bæði skip voru með fullfermi en þau hafa að undanförnu landað á tveggja til þriggja daga fresti. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður fyrst um aflann og hvar hefði verið veitt. „Aflinn er […]
Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Helga Þórisdóttir, sem hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Blaðamannafundurinn var haldinn á heimili Helgu í Reykjavík, en hún sagðist vilja bjóða heim til að þjóðin gæti kynnst sér betur. „Mín áhersluatriði sem forseti eru […]