Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í kvöld söngleikinn Spamalot, en æft hefur verið af krafti undanfarnar vikur fyrir söngleikinn.
Fjallar verkið um leit Arthúrs konungs og riddara hringborðsins að hinu helga grali, en breska tón- og leikskáldið Eric Idle vann söngleikinn upp úr kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail árið 2004, en þá mynd gerði Eric einmitt árið 1975 ásamt félögum sínum í Monty Python-hópnum sem margir kannast við.
Verið sýnt við miklar vinsældir víða um heim
Er þráður söngleiksins gæddur einu víðfeðmasta hugarflugi sem um getur, þar sem miðaldamenningu er blandað við alls kyns vitleysisgang. Segir í erlendum ritdómi frá árum áður að „Kvikmyndin Monty Python and the Holy Grail noti óvænta rökfræði sem og óvænta atburði til að afhjúpa fáfræði mannkyns á miðöldum“. Hvort sem það stenst nú eða ekki. Annars, til gamans má geta þess að nafnið Spamalot kemur úr bíómyndinni þegar einn karakterinn segir; „I eat ham and jam and Spam a lot.“Þrátt fyrir ýmis furðulegheit hefur Spamalot verið sýnt við miklar vinsældir víða um heim og hlotið bæði Tony-verðlaunin og Drama Desk-verðlaunin sem besti söngleikur ársins 2005.
Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni, um 20 á sviði en einnig vinna margar hendur á bak við tjöldin. Leikstjóri er Stefán B. Vilhelmsson. Það verður því gaman að sjá hvernig til tekst hjá Leikfélagi Vestmannaeyja.
Nældu þér í miða um páskana. Svona er sýningaprógrammið:
Frumsýning fimmtudag 28. mars UPPSELT
2.sýning föstudag 29. mars kl. 20:00
3.sýning laugardag 30. mars kl. 20:00
Miðasala í síma 852-1940
Miðasölusíminn opnar 27. mars kl. 16 og verður opin alla daga á milli kl. 16-20
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst