Meistararnir fá toppliðið í heimsókn

DSC_6398_lagf_ibv_kk_23

19. umferð Olís deildar karla lýkur í kvöld er fram fara 5 leikir. Í Eyjum er sannkallaður stórleikur, þegar FH mætir ÍBV. FH-ingar á toppi deildarinnar með 33 stig úr 18 leikjum. Liðið hefur einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. Íslandsmeistarar ÍBV eru í fimmta sæti með 22 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast […]

564 milljóna hagnaður bæjarins

hasteinssvaedi_yfir_opf

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Tæpur milljarður í fjárfestingar samstæðu Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og […]

„Bullandi keyrsla”

20220816_bergur_tm_min

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum í fyrradag og Bergur í gær. Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergi er spurður út í gang veiðanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. „Það er búið að vera fínt fiskirí. Túrarnir eru stuttir, gjarnan einn og hálfur til tveir dagar […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1604. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 17:00. Meðal erinda sem liggja fyrir fundinum er ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, umræða um samgöngumál, tjón á neysluvatnslögn og hækkanir á gjaldskrá HS Veitna. Fyrir neðan útsendingargluggann má sjá alla dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 […]

Þarf að endurbyggja hafnarkantinn

Bryggjuthil_2024-03-12_11-54-19_Gelp_ehf_min

Líkt og greint var frá fyrr í þessum mánuði hér á Eyjar.net varð sig á jarðveginum undir Gjábakkabryggju sem liggur norðan við Ísfell og Hampiðjuna. Nú er komið í ljós að bryggjuþilin eru illa farin og því þarf að takmarka hvaða skip geta legið þar. Þetta segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. „Ekki er hægt að […]

„Mikil ánægja með breytingarnar”

DSC_5234

Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk. […]

Tanginn opnar

tanginn_21_b

Einn af vorboðunum er þegar veitingahúsið Tanginn opnar. Það gerist einmitt í dag, fimmtudag. Að venju verða nýjungar á matseðli í bland við gömlu góðu réttina. Salat barinn sívinsæli verður á sínum stað, og fiskur dagsins einnig. Meðal nýjunga er Masala Lamb, bragðgóður Indverskur lambakjöts réttur og Indverskur Biryani grænmetisréttur. Það er því full ástæða […]

Sísí Lára aðstoðar Jón Óla

sisi-ibvsp

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmannsþjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks og auk þess þjálfari 2. flokks kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Sísí þekkja flestir […]

Gæti orðið vart við gasmengun í Eyjum

IMG_4268

Virkni eldgossins á Reykjanesi virðist nokkuð stöðug og áfram eru virk gosop á sömu stöðum og í gær. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar. Þetta […]

Kepptu í upplestri

upplestark_grv_24_grv_is_cr

Upplestrarkeppni 7. bekkjar GRV var haldin í Tónlistarskóla Vestmannaeyja í gærmorgun. Fyrir úrslitakeppnina í gærmorgun höfðu verið haldnar bekkjakeppnir. Þar voru valdir fjórir nemendur úr hverjum bekk. 11 nemendur kepptu til úrslita og voru á endanum þrír nemendur valdir til þess að taka þátt í lokakeppninni á Hellu í apríl, einnig er valinn einn nemandi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.