Meistararnir fá toppliðið í heimsókn

DSC_6398_lagf_ibv_kk_23

19. umferð Olís deildar karla lýkur í kvöld er fram fara 5 leikir. Í Eyjum er sannkallaður stórleikur, þegar FH mætir ÍBV. FH-ingar á toppi deildarinnar með 33 stig úr 18 leikjum. Liðið hefur einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. Íslandsmeistarar ÍBV eru í fimmta sæti með 22 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast […]

564 milljóna hagnaður bæjarins

hasteinssvaedi_yfir_opf

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Tæpur milljarður í fjárfestingar samstæðu Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og […]

„Bullandi keyrsla”

20220816_bergur_tm_min

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum í fyrradag og Bergur í gær. Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergi er spurður út í gang veiðanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. „Það er búið að vera fínt fiskirí. Túrarnir eru stuttir, gjarnan einn og hálfur til tveir dagar […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1604. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 17:00. Meðal erinda sem liggja fyrir fundinum er ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, umræða um samgöngumál, tjón á neysluvatnslögn og hækkanir á gjaldskrá HS Veitna. Fyrir neðan útsendingargluggann má sjá alla dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 […]

Þarf að endurbyggja hafnarkantinn

Bryggjuthil_2024-03-12_11-54-19_Gelp_ehf_min

Líkt og greint var frá fyrr í þessum mánuði hér á Eyjar.net varð sig á jarðveginum undir Gjábakkabryggju sem liggur norðan við Ísfell og Hampiðjuna. Nú er komið í ljós að bryggjuþilin eru illa farin og því þarf að takmarka hvaða skip geta legið þar. Þetta segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. „Ekki er hægt að […]

„Mikil ánægja með breytingarnar”

DSC_5234

Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk. […]

Tanginn opnar

tanginn_21_b

Einn af vorboðunum er þegar veitingahúsið Tanginn opnar. Það gerist einmitt í dag, fimmtudag. Að venju verða nýjungar á matseðli í bland við gömlu góðu réttina. Salat barinn sívinsæli verður á sínum stað, og fiskur dagsins einnig. Meðal nýjunga er Masala Lamb, bragðgóður Indverskur lambakjöts réttur og Indverskur Biryani grænmetisréttur. Það er því full ástæða […]

Sísí Lára aðstoðar Jón Óla

sisi-ibvsp

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmannsþjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks og auk þess þjálfari 2. flokks kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Sísí þekkja flestir […]

Gæti orðið vart við gasmengun í Eyjum

IMG_4268

Virkni eldgossins á Reykjanesi virðist nokkuð stöðug og áfram eru virk gosop á sömu stöðum og í gær. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar. Þetta […]

Kepptu í upplestri

upplestark_grv_24_grv_is_cr

Upplestrarkeppni 7. bekkjar GRV var haldin í Tónlistarskóla Vestmannaeyja í gærmorgun. Fyrir úrslitakeppnina í gærmorgun höfðu verið haldnar bekkjakeppnir. Þar voru valdir fjórir nemendur úr hverjum bekk. 11 nemendur kepptu til úrslita og voru á endanum þrír nemendur valdir til þess að taka þátt í lokakeppninni á Hellu í apríl, einnig er valinn einn nemandi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.