Líkt og greint var frá fyrr í þessum mánuði hér á Eyjar.net varð sig á jarðveginum undir Gjábakkabryggju sem liggur norðan við Ísfell og Hampiðjuna.
Nú er komið í ljós að bryggjuþilin eru illa farin og því þarf að takmarka hvaða skip geta legið þar. Þetta segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar.
„Ekki er hægt að gera við kantinn heldur þarf að endurbyggja hann. Eins og gefur að skilja eykur þetta plássleysið innan hafnar. Sjómenn og útgerðir hér í Vestmannaeyjum hafa sýnt plássleysinu mikla þolinmæði á undanförnum árum og treystum við á að svo verði áfram.
Búið er að girða svæðið af og ræða við þá sem eru með atvinnustarfsemi á svæðinu. Biðjum við fólk að virða lokanir.“ segir jafnframt í tilkynningunni.
https://eyjar.net/tjon-a-gjabakka-bryggju/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst