Vertíðarbragur – myndir

Sjomennska_hofn_kap_netab_opf_DSC_5170

Það var vertíðarbragur í Vestmannaeyjahöfn þegar Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjar.net átti þar leið hjá í gær. Myndirnar tala sínu máli. (meira…)

Laxey fær fleiri hrogn

hrogn_laxey_fb_0324

Skammtur 2 af hrognum er komin í hús hjá Laxey. Fyrirtækið tók núna á móti 600.000 hrognum sem er helmingur af afkastagetu klakstöðvarinnar. Hrognin eru frá Benchmark Genetics, að því er segir í færslu á facebókar-síðu Laxeyjar. „Móttaka og vinnsla hrognanna gekk eins og við var að búast enda mikill undirbúningur og vinna sem á […]

Kjarasamningur SGS og SA samþykktur

undirskrift_sgs_sa_24_sgs_is_c

Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Emil valinn í hæfileikamót KSÍ

ksi_bolti

Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur valið Emil Gautason til þátttöku í hæfileikamóti dagana 3.-5. apríl nk. Leikirnir sem og önnur dagskrá fara fram í Miðgarði, Garðabæ. ÍBV óskar Emil innilega til hamingju með valið, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. (meira…)

Krakkarnir fræðast um loðnu

born_lodna_vsv_is_24_c

Fimmtubekkingar í Grunnskóla Vestmannaeyja sóttu Vinnslustöðina heim í byrjun vikunnar til að fræðast um loðnu, bæði munnlega og verklega. Þetta er árleg heimsókn af sama tilefni enda loðnan bekkjarfiskur fimmtubekkinga og Vinnslustöðin kjörin vettvangur til að gaumgæfa þennan verðmæta en duttlungafulla fisk á alla vegu, sama hvort loðna veiðist það árið eður ei. Þannig er […]

Móttaka flóttafólks

yfir_bæ_opf_g

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrir fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja drög að nýjum þjónustusamningi milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um samræmda móttöku flóttafólks. Um er að ræða samning frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024. Ákvæði er samningnum að ef ríkið uppfyllir ekki fyrir 30. júní 2024 ákvæði um að koma […]

Fyrst Landeyjahöfn svo Þorlákshöfn

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrri hluta dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 09:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 og 10:45. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. […]

Bærinn og Hljómey í samstarf

hljomey_vestm_is

Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið. Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi […]

„Bara eins og ef Vestmannaeyingur myndi skrópa á Þjóðhátíð“

Untitled (1000 x 667 px) (2)

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata kvaddi sér hlóðs undir liðinum um fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ræddi hann þar aðkomu stjórnvalda að kauptilboði Landsbankans í TM. Í ræðu Andrésar tók hann samlíkingardæmi frá Eyjum. „Hvaða þingmaður Vestmannaeyja myndi reikna með að fá endurkjör eftir slíkt fíaskó?“ „Ég vil bara taka undir þá sjálfsögðu kröfu […]

Heildarfjöldi mála eru 145

róla-001

Silja Rós Guðjónsdóttir, umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála eru 145 sem er um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.