Laxey fær fleiri hrogn
20. mars, 2024
hrogn_laxey_fb_0324
Ljósmynd/Laxey

Skammtur 2 af hrognum er komin í hús hjá Laxey. Fyrirtækið tók núna á móti 600.000 hrognum sem er helmingur af afkastagetu klakstöðvarinnar. Hrognin eru frá Benchmark Genetics, að því er segir í færslu á facebókar-síðu Laxeyjar.

„Móttaka og vinnsla hrognanna gekk eins og við var að búast enda mikill undirbúningur og vinna sem á sér stað áður. Sem stendur er framleiðslan núna í tveimur stigum af fjórum, klakstöðinni og RAS 1. Stefnt er að því að um áramót verði framleiðsla á öllum stigum seiðastöðvarinnar.“ segir í færslunni.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst