Ófært í Landeyjahöfn

DSC_1121

Því miður er ófært til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og aðstæðna í höfninni. Herjólfur siglir því fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar, að því er segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 13:00. (Áður ferð kl. 10:45). Farþegar sem áttu bókað kl. 12:00, 13:15 eru beðnir um að hafa […]

Karolina og Marta áfram með ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Stelpurnar komu til ÍBV 2019 og hafa spilað stórt hlutverk í liði ÍBV síðan þá, þær voru deildar- og bikarmeistarar með ÍBV í fyrra. Við erum ótrúlega ánægð að hafa tryggt okkur krafta þeirra áfram næstu árin og hlökkum mikið til næstu […]

Lúðrablástur af bestu gerð

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur buðu Eyjamönnum á tónleika í safnaðarheimili Landakirkju í dag. Um var að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin var byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni  Um 30 manns mættu og nutu lúðrablástursins. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjar.net leit við á tónleikunum í dag. (meira…)

Kalda vatnið 468% dýrara í Eyjum

Vatn_Skansi_heimaslod_c

HS Veitur neita að svara spurningum Eyjar.net : : Milljarða endurmat og ógagnsæi Illa rökstuddar hækkanir HS Veitna hafa dunið á Vestmannaeyingum undanfarna mánuði. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa orkumálin er þingmaður okkar, Jóhann Friðrik Friðriksson. Þess ber að geta að hann var stjórnarformaður HS Veitna fram á síðasta miðvikudag og dundu því þessar hækkanir […]

Kántrý í Alþýðuhúsinu – myndir

DSC_5039

Banda­ríski kú­rek­inn og tón­list­armaður­inn Sterl­ing Dra­ke bauð upp á tón­leika í Alþýðuhús­inu í gær. Þar flutti hann ekta kántrý tónlist bæði eftir frumsamið sem og nokkur af hans uppáhalds lögum. Sterl­ing Dra­ke vinn­ur jöfn­um hönd­um sem kú­reki í Mont­ana og sem tón­list­armaður í Nashville. Fyrstu tónleikarnir hér á landi voru á Ölver á fimmtudaginn og […]

ÍBV fær Fram í heimsókn

sunna_ibv_kv_valur_opf_2023

Næstsíðasta umferð Olís deildar hvenna verður leikin í dag, laugardag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fram. Fram í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Haukar sem mæta toppliði Vals í dag. ÍBV kemur svo í fjórða sæti með 22 stig og ljóst að liðið endar í því sæti. Allir leikir dagsins hefjast […]

Munar mest um ferskar afurðir

DSC_2548

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,3 milljörðum króna í febrúar samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er tæplega 5% aukning í krónum talið miðað við febrúar í fyrra. Þar sem gengi krónunnar var um 3% sterkara í febrúar en í sama mánuði í fyrra er aukningin nokkuð meiri í erlendri mynt, eða […]

Áfram siglt á flóði

hebb_nyr_2020.jpg

Herjólfur siglir eftir sjávarföllum á flóði til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00 (Sameinuð ferð 17:00 og 19:30).  Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:30 (Ferð kl. 20:45).   Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína, segir […]

Nýr formaður HS Veitna

HS_veitur_24_20240226_144125

Aðalfundur HS Veitna var haldinn á miðvikudaginn sl. í Reykjanesbæ. Fram kemur á vefsíðu fyritæksins að 100% mæting hafi verið fyrir hönd hluthafa. Formaður stjórnar, Jóhann Friðrik flutti skýrslu ásamt forstjóra sem fór yfir það helsta í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Fjallaði hann meðal annars um sterka fjárhagsstöðu félagsins og áframhaldandi góðar rekstrarhorfur þrátt […]

Hátt í 50 tonn á veiðidag

20220921_Vestmannaey_kor_22

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu og bæði skip lönduðu fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Það er góð vertíðarveiði þessa dagana. Það gengur vel að fá í skipin og það líður ekki langur tími á milli landana. Bergur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.