Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram til samþykkis, afgreiðslur fundar umferðarhóps sem haldinn var þann 26. febrúar sl.
Málin sem tekin voru fyrir á fundinum voru eftirfarandi:
1. Hásteinsvegur – hraðakstur
2. Heimagata – hraðakstur
3. Gatnamót Strandvegur – Heiðarvegur
4. Garðavegur – gangstétt
5. Bílastæði við Strandveg 89-97
1. Hásteinsvegur – hraðakstur
Tekið fyrir erindi frá Ólafi Má Harðarsyni þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hröðum akstri á Hásteinsvegi. Þar er hámarkshraði 50 km/klst og leggur til að lækka hann niður í 30 km/klst og sett verður upp hraðahindrun.
Niðurstaða: Lagt til að afla frekari gagna með umferðargreini og mæla umferðarhraða.
2. Heimagata – hraðakstur
Tekið fyrir tvö erindi annarsvegar frá Eyjólfi Péturssyni og einnig frá Ásdísi Emilíu Björgvinsdóttur þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af hröðum akstri á Heimagötu. Þar er hámarkshraði 30 km/klst og með þrengingum og að þeirra sögn er umferðarhraði töluvert yfir leyfilegum hámarkshraða. Lagt er til að sett verði upp hraðahindrun norðan við innkeyrslu á Heimagötu 20.
Niðurstaða: Lagt til að afla frekari gagna með umferðargreini og mæla umferðarhraða. Færa til umferðaskilti til að samræma hámarkshraðaskilti.
3. Gatnamót Strandvegur-Heiðarvegur
Tekið fyrir erindi frá hafnarstjóra sem varðar gámaflutning til og frá Herjólfi og út á Eiðið. Lagt er til að endurskoða gatnamótin með tilliti til aukins rými fyrir stór ökutæki að taka hægri beygju inn á Strandveg komandi frá Herjólfi.
Niðurstaða: Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Vegagerðina varðandi útfærslu á breytingu á gatnamótum til að koma á móts við aukningu á fraktflutningum til og frá Herjólfi.
4. Garðavegur – gangstétt
Tekið fyrir erindi frá hafnarstjóra sem hefur áhyggjur af þrengslum nyrst á Garðavegi.
Niðurstaða: Lagt til að bæta við merki og banna lagningu ökutækja austan megin á Garðavegi norðan Strandvegar til að auka umferðarrýmd og öryggi.
5. Bílastæði við Strandveg 89 – 97
Tekið fyrir erindi frá hafnarstjóra sem leggur til að máluð verði bílastæði norðan við Strandveg 89 – 97.
Niðurstaða: Umferðarhópur samþykkir að mála bílastæði, byrja á því að mála helming. Einnig að huga að breytingu á bílastæðum milli Flata og Garðavegar þannig að sunnan megin verði skástæði og norðan megin stæði samsíða götu.
Fram kemur að ráðið hafi samþykkt tillögur umferðarhóps.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst