Bandaríski kúrekinn og tónlistarmaðurinn Sterling Drake bauð upp á tónleika í Alþýðuhúsinu í gær. Þar flutti hann ekta kántrý tónlist bæði eftir frumsamið sem og nokkur af hans uppáhalds lögum.
Sterling Drake vinnur jöfnum höndum sem kúreki í Montana og sem tónlistarmaður í Nashville. Fyrstu tónleikarnir hér á landi voru á Ölver á fimmtudaginn og síðan hér í Eyjum. Eru þetta fyrstu tónleikar Sterlings Drakes utan Bandaríkjanna en héðan fer hann til Englands og Írlands þar sem hann heldur áfram tónleikaferð sinni.
Júníus Meyvant steig einnig á stokk í Alþýðuhúsinu í gær. Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með tónleikunum í gegnum linsuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst