Íbúafundur í beinni

SIJ_TMS_IMG_9492_min

Líkt og áður hefur verið komið inn á hér á Eyjar.net verður borgarafundur með innviðaráðherra, vegamálastjóra og bæjarstjóra Vestmannaeyja í Akóges í kvöld. Hefst fundurinn klukkan 19.30 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Fyrir þá sem ekki komast má horfa á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Þess má geta að ekki var […]

„Þarf að fara að láta verkin tala“

Herj_landey_IMG_5717

Í kvöld verður farið yfir samgöngumál Eyjamanna á fundi í Akóges. Mikið hitamál sem flestir bæjarbúar hafa sterkar skoðanir á. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður var eini þingmaðurinn sem til Eyja var mættur þegar til stóð að funda í lok janúar. Hann hefur lengi talað máli Eyjamanna í því sem betur má fara í samgöngumálunum. Ritstjóri Eyjar.net […]

Fótboltaskóli fyrir krakka á Víkinni og á leikskóla

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24. mars nk. kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020. Allir þáttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15. mars og […]

Fundað um samgöngur – taka 2

Samgöngur við Eyjar verða í brennidepli á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Upphaflega átti að funda um þetta brýna málefni í lok janúar, en vegna samgöngutruflana þá þurfti að fresta fundinum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi. Í […]

Sektaður fyrir ferð í Surts­ey

surtsey_ads

Maður, sem kærður var til lög­reglu fyr­ir að fara til Surts­eyj­ar á kaj­ak í ág­úst í fyrra, hef­ur fall­ist á að ljúka mál­inu með sekt­ar­gerð. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Karli Gauta Hjalta­syni, lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um að Surtseyjarfaranum hafi verið boðið að ljúka mál­inu með sekt­ar­gerð sem hann féllst […]

Háhá og Eggjarnar

Í dag bíður Halldór B. Halldórsson okkur í ferðalag um Háhá og Eggjarnar. Þarna gefur m.a. að líta framkvæmdirnar hjá Páli Scheving og hans fólki sem eru að ganga frá göngustígunum. Á vefnum Heimaslóð segir um Háhá, eða Há-há, að það sé klettur sem stendur vestast á því fjalli sem kallað er Háin.„Há“ er þó […]

Enginn Eyjaklerkur meðal þriggja efstu

kristjan_settur_i_embaetti_biskups.jpg

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag. Tveir fyrrum sóknarprestar í Eyjum buðu sig fram í tilnefningarferlinu. Það voru þeir Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson. Hvorugur þeirra náði nægjanlega mörgum atkvæðum til næstu umferðar en kosið verður milli þriggja efstu í næsta mánuði. Það voru þau Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og […]

For­setinn þreytti Guðlaugssund

gudlaugssund_forseti_24_fb

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son þreytti Guðlaugs­sund í Laug­ar­dals­laug­inni í dag. Guðni skrifar af þessu tilefni stuttan pistil um afrek Guðlaugs Friðþórssonar og hið hörmulega sjóslys þegar báturinn Hellisey VE 503 sökk árið 1984. Gefum Guðna orðið: Guðlaugssund var þreytt í dag. Fólk syndir þá allt að sex kílómetrum til að halda á lofti því […]

Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Eyja

bassi_mynd-benno

 „Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei.  Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, […]

Allar hækkanir yrðu samræmdar

HS_veitur_24_20240226_144125

Bæjarbúar í Eyjum eru nú að fá fyrstu reikninga ársins frá HS Veitum. Síðasta hækkun fyrirtækisins tók gildi um síðustu áramót og finna notendur verulega fyrir því. Málið hefur komið til umræðu á samfélagsmiðlum þar sem Eyjamenn lýsa miklum hækkunum á vatninu. Í þeirri umræðu kemur fram að til eigi að vera samningur milli HS […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.