Íbúafundur í beinni

Líkt og áður hefur verið komið inn á hér á Eyjar.net verður borgarafundur með innviðaráðherra, vegamálastjóra og bæjarstjóra Vestmannaeyja í Akóges í kvöld. Hefst fundurinn klukkan 19.30 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Fyrir þá sem ekki komast má horfa á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Þess má geta að ekki var […]
„Þarf að fara að láta verkin tala“

Í kvöld verður farið yfir samgöngumál Eyjamanna á fundi í Akóges. Mikið hitamál sem flestir bæjarbúar hafa sterkar skoðanir á. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður var eini þingmaðurinn sem til Eyja var mættur þegar til stóð að funda í lok janúar. Hann hefur lengi talað máli Eyjamanna í því sem betur má fara í samgöngumálunum. Ritstjóri Eyjar.net […]
Fótboltaskóli fyrir krakka á Víkinni og á leikskóla

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24. mars nk. kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020. Allir þáttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15. mars og […]
Fundað um samgöngur – taka 2

Samgöngur við Eyjar verða í brennidepli á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Upphaflega átti að funda um þetta brýna málefni í lok janúar, en vegna samgöngutruflana þá þurfti að fresta fundinum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi. Í […]
Sektaður fyrir ferð í Surtsey

Maður, sem kærður var til lögreglu fyrir að fara til Surtseyjar á kajak í ágúst í fyrra, hefur fallist á að ljúka málinu með sektargerð. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að Surtseyjarfaranum hafi verið boðið að ljúka málinu með sektargerð sem hann féllst […]
Háhá og Eggjarnar

Í dag bíður Halldór B. Halldórsson okkur í ferðalag um Háhá og Eggjarnar. Þarna gefur m.a. að líta framkvæmdirnar hjá Páli Scheving og hans fólki sem eru að ganga frá göngustígunum. Á vefnum Heimaslóð segir um Háhá, eða Há-há, að það sé klettur sem stendur vestast á því fjalli sem kallað er Háin.„Há“ er þó […]
Enginn Eyjaklerkur meðal þriggja efstu

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag. Tveir fyrrum sóknarprestar í Eyjum buðu sig fram í tilnefningarferlinu. Það voru þeir Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson. Hvorugur þeirra náði nægjanlega mörgum atkvæðum til næstu umferðar en kosið verður milli þriggja efstu í næsta mánuði. Það voru þau Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og […]
Forsetinn þreytti Guðlaugssund

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson þreytti Guðlaugssund í Laugardalslauginni í dag. Guðni skrifar af þessu tilefni stuttan pistil um afrek Guðlaugs Friðþórssonar og hið hörmulega sjóslys þegar báturinn Hellisey VE 503 sökk árið 1984. Gefum Guðna orðið: Guðlaugssund var þreytt í dag. Fólk syndir þá allt að sex kílómetrum til að halda á lofti því […]
Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Eyja

„Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei. Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, […]
Allar hækkanir yrðu samræmdar

Bæjarbúar í Eyjum eru nú að fá fyrstu reikninga ársins frá HS Veitum. Síðasta hækkun fyrirtækisins tók gildi um síðustu áramót og finna notendur verulega fyrir því. Málið hefur komið til umræðu á samfélagsmiðlum þar sem Eyjamenn lýsa miklum hækkunum á vatninu. Í þeirri umræðu kemur fram að til eigi að vera samningur milli HS […]