Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag. Tveir fyrrum sóknarprestar í Eyjum buðu sig fram í tilnefningarferlinu. Það voru þeir Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson.
Hvorugur þeirra náði nægjanlega mörgum atkvæðum til næstu umferðar en kosið verður milli þriggja efstu í næsta mánuði. Það voru þau Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir sem hlutu flestar tilnefningar. Guðrún hlaut 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.
Á tilnefningarskrá voru 167, af þeim tilnefndu 160 eða 95.81%. Alls voru 48 tilnefndir.
Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst