Tónleikar á laugardag
13. mars, 2024
ludra
Nokkrir félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Eyjar.net/TMS

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 16.mars kl.16.00.

Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður rómur af. Reyndar svo góður að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár.

Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir eins og áður sagði kl.16.00. Það verður enginn svikinn af þessari síðdegisskemmtun, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst