Tvö atriði frá Eyjum í úrslit Músíktilrauna
13. mars, 2024
thogn_ads
Pönksveitin Þögn. Ljósmynd/aðsend

Á sunnudaginn sl. hófust Músíktilraunir í Hörpu. Alls kepptu fjörutíu og þrjár hljómsveitir í Músíktilraunum í ár og yfir hundrað frumsamin lög flutt.

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 voru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og verða úrslit keppninar þann 16. mars á sama stað.

Fram kemur á heimasíðu keppninnar að af hljómsveitum sem taka þátt í ár voru tólf hljómsveitir utan að landi og þrjátíu og ein af höfuðborgarsvæðinu. Á undankvöldunum tók hver hljómsveit/þátttakandi tvö lög en á úrslitum Músíktilrauna eru tekin þrjú lög svo að það verða samtals spiluð hátt í 100 frumsamin lög á þessum tilraunum.

Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit / tónlistaratriði áfram í úrslit og dómnefnd einnig eina hljómsveit / tónlistaratriði. Þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir / tónlistaratriði áfram aukalega í úrslit.

Tvö þeirra atriða sem dómnefnd valdi aukalega í úrslit eru frá Vestmannaeyjum. Annars vegar eru það stelpnabandið Þögn og hins vegar er það Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir (Eló). Flottur árangur hjá þessum efnilegu stúlkum.

Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa um Hljómsveit fólksins. Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13 – 25 ára.

DSC_9214
Elísabet Guðnadóttir. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst