Gagnrýnir vegagerð í Stórhöfða

Í ágúst árið 2022 mátti litlu muna að illa færi þegar hópferðabifreið mætti fólksbíl í hlíðum Stórhöfða. Í kjölfarið komu fulltrúar Vegagerðarinnar til Eyja til að skoða aðstæður og huga að betrumbótum á veginum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar var vegurinn lagfærður sl. sumar. „Þ.e.a.s. breikkaður á köflum, útbúin voru mætingaútskot og sett […]
Nýtt skipulag við ferjubryggju

Skipulag við ferjubryggju var til umfjöllunar á fundi framkvæmda og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri lagði fram á fundinum drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Í afgreiðslu ráðsins þakkar ráðið kynninguna og var hafnarstjóra falið að vinna skipulagið áfram […]
Siglt eftir sjávarstöðu

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30, 17:00: Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 20:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar eru farþegar beðnir um að mæta tímalega í Landeyjahöfn í kvöld þar sem siglt er eftir sjávarstöðu. Sunnudagur 10.mars Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun […]
Oddfellow vill byggja við

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekin fyrir byggingarleyfis-umsókn Oddfellow stúkunnar að Strandvegi 45A. Fram kemur í fundargerð að sótt sé um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið og breytingum á húsnæði félagsins Strandvegi 45A, sbr. innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 45. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Í afgreiðslu málsins fól ráðið […]
Ein ferð til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð fyrri hluta dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 (Farþegar sem áttu bókað kl .08:15 og 10:45 færast). Því miður passar áætlunarferð Strætó ekki við brottför frá Landeyjahöfn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag verður gefin út tilkynning […]
Bikarúrslit í dag

Í dag verður leikið til úrslita í bikarkeppninni í handbolta – Poweradebikarnum. Leikið er í Laugardalshöll. Karlamegin mætast ÍBV og Valur. Valsmenn slógu út Stjörnuna á miðvikudaginná meðan Eyjamenn lögðu Hauka. Búast má við mikilli stemningu í Laugardalshöll í dag. Fjölmargir hafa lagt leið sína til Reykjavíkur frá Eyjum til að styðja við bakið á […]
„Kærleikur er magnað verkfæri“

Aðalfundur Krabbavarnar var haldinn í gær. Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir formaður félagsins segir í samtali við Eyjar.net að á fundinum hafi verið farið yfir starfsárið 2023 sem var mjög fjölbreytt. Unnið var að föstum viðburðum sem hafa tilheyrt félaginu til margra ára ásamt öðrum uppákomum eins og gríðarlega vel heppnuðu bleiku kvöldi og opnu húsi þar […]
ÍBV bikarmeistari í 4. flokki

ÍBV sigruði í kvöld Stjörnuna í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna. Leikurinn endaði með 25 – 14. Staðan í hálfleik var 11 – 7 ÍBV í vil. Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV skoraði 8 mörk í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn. Sannarlega glæsilegur árangur. (meira…)
Mæta botnliðinu fyrir norðan

Einn leikur fer fram í Olís deild kvenna í dag. Þá tekur lið KA/Þórs á móti ÍBV í KA heimilinu. Um er að ræða frestaðan leik úr 15. umferð. Lið KA/Þórs er á botni deildarinnar með 5 stig en Eyjaliðið er í fjórða sæti með 18 stig úr 17 leikjum. Flautað verður til leiks klukkan […]
Tjón á Gjábakkabryggju

„Já, það varð sig þarna síðasta föstudag og var þá svæðið girt af.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri aðspurð um tjón sem varð á Gjábakkabryggju nýverið. Að sögn Dóru Bjarkar er Gjábakkakantur mjög gamall og hefur verið til vandræða síðustu ár hvað varðar sig. „Núna er verið að bíða eftir að skip sem liggur við […]