Oddfellow vill byggja við
9. mars, 2024
oddfellow_breytingar_hus_min
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið og breytingum á húsnæði félagsins að Strandvegi 45A.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekin fyrir byggingarleyfis-umsókn Oddfellow stúkunnar að Strandvegi 45A.

Fram kemur í fundargerð að sótt sé um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið og breytingum á húsnæði félagsins Strandvegi 45A, sbr. innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 45. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Í afgreiðslu málsins fól ráðið skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. skipulagslög.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst