Gulli byggir í Eyjum

DSC_3789

Húsið Suðurgarður í Ofanleiti er rúmlega aldar gamalt, byggt árið 1922. Nú standa yfir endurbætur á húsinu og fengu nýir eigendur – þau Ólafur Árnason og Guðrún Möller – Gunnlaug Helgason, húsasmið með sér í lið til að gera upp húsið. Gunnlaugur sem er umsjónarmaður þáttarins vinsæla “Gulli byggir” segir í samtali við Eyjar.net að […]

Fjórir frá ÍBV í Hæfileikamótun

ksi_bolti

Þórhallur Siggeirsson, þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ, hefur valið Aron Gunnar Einarsson, Aron Sindrason, Arnór Sigmarsson og Emil Gautason til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi fædda 2010. Æfingin fer fram í Miðgarði, Garðabæ þriðjudaginn 5. mars nk., segir í frétt á vef ÍBV. Þar er þeim óskað innilega til hamingju með […]

Hljómey: Miðasala hefst á föstudag

Hljomey_ads_IMG_4539

Miðasala á Hljómey mun hefjast á föstudaginn 23. febrúar nk. kl 10:00 á www.hljomey.is og á www.midix.is. Þann 26. apríl nk. verður haldin stórglæsileg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum í annað sinn. Þegar er búið að tilkynna 3 listamenn sem fram koma á hátíðinni og nóg eftir. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að undirbúningur hafi verið í […]

Segja Landeyjahöfn vera á réttum stað

Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-17-24.jpg

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Svona hefst ítarleg umfjöllun á vef Vegagerðarinnar […]

Fundað um nýja gjaldskrá

sorp_opf_2024_cro

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja hefur fundað tvisvar sinnum sl. fimm daga og aðeins eitt mál á dagskrá. Það er ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs árið 2024. Á fyrri fundi ráðsins sem var þann 15. febrúar segir í fundargerð að lögð sé fram einstaklingsgjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2024. Þegar hefja á gjaldtöku […]

Tveir nýir rafstrengir til Eyja

DSC_4151

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um orkuskipti og aukið afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum. Það voru fulltrúar frá Landsneti, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, HS Veitum, Vestmannaeyjabæ, Ísfélaginu, Löngu, Laxey, Vinnslustöðinni og Herjólfi sem skrifuðu undir samkomulagið í Eyjum í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að á næstu áratugum sé fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn […]

Börnin blótuðu þorra

thorrablot_hamarsskola_24_grv_is_cr

Í dag var haldið þorrablót í Hamarsskóla. Á vef Grunnskólans í Vestmannaeyjum segir að þar hafi nemendur á Víkinni og í 1.- 4.bekk fengið að smakka þorramat. „Matinn fáum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir. Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með […]

Skoða alla möguleika

Í febrúar hafa komið tveir ansi góðir veðurgluggar til dýpkunar í Landeyjahöfn. Eyjar.net sendi fyrirspurn til Vegagerðarinnar um hvernig gengið hafi að dýpka í og við Landeyjahöfn í þessum gluggum og hvort fullu dýpi sé náð. En eftirfarandi kom fram í útboðslýsingu Vegagerðarinnar fyrir útboð á viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn: „Að kröfur séu gerðar […]

Fjölmargar frá ÍBV

handbolti-6.jpg

Yngri landslið kvenna hjá HSÍ æfa dagana 29. febrúar – 3. mars nk. og voru gefnir út æfingahópar um helgina fyrir U15, U16, U18 og U20. Alls eru níu leikmenn frá ÍBV sem taka þátt í þessum æfingum. Farið er yfir valið á heimasíðu ÍBV í dag. Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir völdu Kristínu […]

Vill að óbyggðanefnd endur­skoði af­stöðu sína

Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.