Börnin blótuðu þorra
19. febrúar, 2024
thorrablot_hamarsskola_24_grv_is_cr
Frá þorrablótinu í Hamarsskóla. Ljósmynd/grv.is

Í dag var haldið þorrablót í Hamarsskóla. Á vef Grunnskólans í Vestmannaeyjum segir að þar hafi nemendur á Víkinni og í 1.- 4.bekk fengið að smakka þorramat.

„Matinn fáum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir. Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með þeim þorravísur o.fl.“ segir í umfjöllun GRV.

Fleiri myndir frá þorrablóti barnana má sjá hér.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst