Dagskrá Goslokahátíðar

IMG_3775

Dagskrá Goslokahátíðar hefst í dag, mánudag og stendur til næsta sunnudags. Dagskráin er fjölbreytt líkt og sjá má hér að neðan. Mánudagur 12:00 – 23:00 Myndlistasýningin ,,Í lausu lofti“ eftir Viðar Breiðfjörð í Súlnasal (Kúluhúsinu) 13:00 – 17:30 Þórunn Jónsdóttir er með sölusýninguna ,,Dúkkur fá nýtt líf“ í Kubuneh Þriðjudagur 12:00 – 23:00 Myndlistasýningin ,,Í […]

ÍBV mætir HK í Eyjum

ibv-fhl-sgg

Níunda umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti HK á Hásteinsvelli. ÍBV í botnbaráttu. Eru í næstneðsta sæti með 7 stig. HK er hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar. Eru í þriðja sæti með 14 stig. Leikurinn Í Eyjum hefst klukkan 18.00. Leikir […]

Áætlun Herjólfs breytist

Á morgun, mánudag breytist áætlun Herjólfs tímabundið. Ferjan mun þá sigla átta ferðir á dag í stað sjö og verður sú áætlun í gildi til 11.08.2024. Fram kemur á heimasíðu skipafélagsins að megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. sé að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því var tekin […]

Er niðurstöðum Hafró hallað?

Georg_opf

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu niðurstöðu Hafró varðandi tillögur þeirra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár og ég er eiginlega furðu lostinn af því, að enginn fréttamaður hafi kveikt á því hversu furðuleg ráðgjöfin er og ef við horfum á aðra sérfræðinga í öðrum stéttum, þá sjáum við t.d. veðurfræðinga vera oft […]

Það sem færri vita um lögin hans Oddgeirs

Spjallað við Leif Geir Hafsteinsson, talsmann Alþýðutónlistarhópsins Vina og vandamanna. Alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn, sem að langmestu er skipaður afkomendum Oddgeirs Kristjánsonar og Ása í Bæ, hélt eftirminnilega Oddgeirstónleika sumarið 2023 í tilefni þess að fjölskylda Oddgeirs afhenti Byggðasafni Vestmannaeyja fjölmörg hljóðfæri hans til varðveislu og sýningar. Eitt af því sem vakti athygli tónleikagesta, sem […]

Þorskur kemur fyrst, svo lax

Það er gömul saga og ný að þorskur er sú fisktegund sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið af öllum þeim tegundum sem Íslendingar veiða, ala, vinna og selja. Hann ber í raun höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir í þeim efnum og þannig hefur það verið svo áratugum skiptir. Frá þessu er greint í fréttabréfi […]

Fargjald í lands­byggðar­-strætó hækkar

Fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó munu hækka úr 570 kr. í 600 kr. þann 1. júlí næstkomandi. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fargjöld með landsbyggðarstrætó […]

Öryggismál áhafna hjá VSV nútímavædd

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfinu Öldunni hjá áhöfnum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Lilja B. Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri VSV segir í samtali við VSV-vefinn að í fyrrasumar hafi Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggismálum, haft samband við hana og spurt hvort Vinnslustöðin vildi fá kynningu á nýrri stafrænni lausn í öryggismálum sjómanna sem hann […]

Freyja á Nýlendu 100 ára

Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu er 100 ára í dag. Hún er elsti íbúi Vestmannaeyja. Haldið var upp á aldarafmælið á heimili Freyju á Hraunbúðum í dag. Þar var Freyju m.a. afhent skjal frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem á einmitt afmæli í dag einnig en hann er fæddur í Reykjavík 26. júní árið […]

Þurfa að taka afstöðu til margra þátta

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á síðasta fundi fjölskydu- og tómstundaráðs. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór þar yfir þá þætti er varðar rekstur og uppbyggingu íþróttamála og þær ábendingar og hugmyndir sem hafa borist frá aðildarfélögum ÍBV-héraðssambands. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðsmenn geri sér grein fyrir því að […]