Heimir hættur hjá Jamaíka

Heim­ir Hall­gríms­son hef­ur látið af störf­um sem landsliðsþjálf­ari Jamaíka í knatt­spyrnu. Jamaíka féll úr keppni í Am­er­íku­bik­arn­um, stiga­laust eft­ir þrjá leiki í riðlin­um. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins. Síðasti leik­ur Jamaíka fór fram í nótt en liðið tapaði 3:0 fyr­ir Venesúela í Aust­in í Texas. Heim­ir var ráðinn fyr­ir tveim­ur árum síðan en […]

Dagskrá Goslokahátíðar

IMG_3775

Dagskrá Goslokahátíðar hefst í dag, mánudag og stendur til næsta sunnudags. Dagskráin er fjölbreytt líkt og sjá má hér að neðan. Mánudagur 12:00 – 23:00 Myndlistasýningin ,,Í lausu lofti“ eftir Viðar Breiðfjörð í Súlnasal (Kúluhúsinu) 13:00 – 17:30 Þórunn Jónsdóttir er með sölusýninguna ,,Dúkkur fá nýtt líf“ í Kubuneh Þriðjudagur 12:00 – 23:00 Myndlistasýningin ,,Í […]

ÍBV mætir HK í Eyjum

ibv-fhl-sgg

Níunda umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti HK á Hásteinsvelli. ÍBV í botnbaráttu. Eru í næstneðsta sæti með 7 stig. HK er hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar. Eru í þriðja sæti með 14 stig. Leikurinn Í Eyjum hefst klukkan 18.00. Leikir […]

Áætlun Herjólfs breytist

Á morgun, mánudag breytist áætlun Herjólfs tímabundið. Ferjan mun þá sigla átta ferðir á dag í stað sjö og verður sú áætlun í gildi til 11.08.2024. Fram kemur á heimasíðu skipafélagsins að megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. sé að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því var tekin […]

Er niðurstöðum Hafró hallað?

Georg_opf

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu niðurstöðu Hafró varðandi tillögur þeirra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár og ég er eiginlega furðu lostinn af því, að enginn fréttamaður hafi kveikt á því hversu furðuleg ráðgjöfin er og ef við horfum á aðra sérfræðinga í öðrum stéttum, þá sjáum við t.d. veðurfræðinga vera oft […]

Það sem færri vita um lögin hans Oddgeirs

Spjallað við Leif Geir Hafsteinsson, talsmann Alþýðutónlistarhópsins Vina og vandamanna. Alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn, sem að langmestu er skipaður afkomendum Oddgeirs Kristjánsonar og Ása í Bæ, hélt eftirminnilega Oddgeirstónleika sumarið 2023 í tilefni þess að fjölskylda Oddgeirs afhenti Byggðasafni Vestmannaeyja fjölmörg hljóðfæri hans til varðveislu og sýningar. Eitt af því sem vakti athygli tónleikagesta, sem […]

Þorskur kemur fyrst, svo lax

Það er gömul saga og ný að þorskur er sú fisktegund sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið af öllum þeim tegundum sem Íslendingar veiða, ala, vinna og selja. Hann ber í raun höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir í þeim efnum og þannig hefur það verið svo áratugum skiptir. Frá þessu er greint í fréttabréfi […]

Fargjald í lands­byggðar­-strætó hækkar

Fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó munu hækka úr 570 kr. í 600 kr. þann 1. júlí næstkomandi. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fargjöld með landsbyggðarstrætó […]

Öryggismál áhafna hjá VSV nútímavædd

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfinu Öldunni hjá áhöfnum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Lilja B. Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri VSV segir í samtali við VSV-vefinn að í fyrrasumar hafi Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggismálum, haft samband við hana og spurt hvort Vinnslustöðin vildi fá kynningu á nýrri stafrænni lausn í öryggismálum sjómanna sem hann […]

Freyja á Nýlendu 100 ára

Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu er 100 ára í dag. Hún er elsti íbúi Vestmannaeyja. Haldið var upp á aldarafmælið á heimili Freyju á Hraunbúðum í dag. Þar var Freyju m.a. afhent skjal frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem á einmitt afmæli í dag einnig en hann er fæddur í Reykjavík 26. júní árið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.