„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“ í Eldheimum á fimmtudagskvöld hefur mælst svo vel fyrir að jafnvel verður dagskráin endurtekin síðdegis á föstudeginum.“ Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Jafnframt segir að á dagskránni verði tónlist frá eldfjallaeyjum, frásagnir Helga P. frá fjáröflunarferðum erlendis 1973 og þekktustu lög Ríó tríós.
Tónleikar þar sem í fyrsta lagi verður boðið upp á tónlist frá öðrum eldfjallaeyjum, eyjum eins og Hawaii, Sikiley og Grænhöfðaeyjum. Eins og í Vestmannaeyjum þá hefur myndast á þessum eyjum sérstakur stíll og sérkennandi hefð í tónlist sem verður skemmtilegt fyrir Eyjamenn að kynnast.
Eftir hlé verða sögur, spjall og söngur. Heiðursgestur verður Helgi Pétursson. Hann rifjar upp tónleikaferðir Ríó tríós erlendis til fjáröflunar fyrir Vestmannaeyinga í gosinu 1973. Sungin verða nokkur af þekktustu söngvum Ríó tríósins.
Flytjendur: Hrafnhildur Helgadóttir – söngur, Auður Ásgeirsdóttir – söngur, Þórarinn Ólason – söngur, Magnús R. Einarsson – söngur og gítar, Sigurmundur G. Einarsson – gítar, Páll Viðar Kristinsson – hljómborð, Kristinn Jónsson – bassi, Birgir Nielsen – trommur.
https://eyjar.net/dagskra-goslokahatidar/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst