Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt eins og hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00: Brottför frá Þorlákshöfn kl.10:45 og 19:45. Á þessum […]
Kostnaðurinn hleypur á milljörðum

Óbyggðanefnd var skipuð af íslenska ríkinu árið 1998. Nefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli þjóðlendulaga og hefur þríþætt hlutverk. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur. Að úrskurða um […]
Ráðherrar til fundar í Eyjum

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]
Gamla myndin: Gamlar myndir gerðar upp

Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2011. Það var í júlí árið 2011 sem nokkrar ungar stúlkur voru að vinna við það hjá bænum að hreinsa og gera upp gamlar myndir sem börn í Barnaskólanum höfðu gert mörgum […]
Innleiðing gengur vel

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir samþætta þjónustu í þágu farsældar barna á fundi sínum í liðinni viku. Þar fór umsjónarfélagsráðgjafi yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs […]
Ísey María til æfinga með U15

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Ísey Maríu Örvarsdóttur, leikmann ÍBV í hóp til úrtaksæfinga dagana 26.-28. febrúar 2024. Fram kemur á vefsíðu ÍBV að æfingarnar fari fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4. fl. kk) á Samsungvellinum. Er Ísey Maríu óskað innilega til hamingju […]
Lætur af störfum eftir 23 ára starf

Elsa Valgeirsdóttir var heiðruð á aðalfundi Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór nýverið. Elsa hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins undanfarin 23 ár en hefur látið af störfum. Karl Haraldsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Í tilkynningu á heimasíðu GV segir að Elsa hafi unnið ótrúlegt starf fyrir klúbbinn. „Hún hefur gengið í öll störf innan félagsins. […]
Önnur bandarísk til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Natalie Viggiano hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur því með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Natalie sem er 23 ára, var valin í NWSL draftinu í fyrra nr. 46 í lið OL Reign, sem nú heitir Seattle Reign. Áður […]
Vilja fund með ráðherra vegna þjóðlendukröfu

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Líkt og áður hefur komið fram lýsti fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands […]
Síðdegisferð Herjólfs til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir eina ferð á háflóði til Landeyjahafnar í dag, laugardag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Gert er ráð fyrir hækkandi ölduhæð þegar líður á daginn, ásamt vindi. Siglir Herjólfur því til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Þetta kemur fram í […]