Skoða alla möguleika
19. febrúar, 2024
Álfsnesið fyrir utan Landeyjahöfn. Eyjar.net/TMS

Í febrúar hafa komið tveir ansi góðir veðurgluggar til dýpkunar í Landeyjahöfn. Eyjar.net sendi fyrirspurn til Vegagerðarinnar um hvernig gengið hafi að dýpka í og við Landeyjahöfn í þessum gluggum og hvort fullu dýpi sé náð.

En eftirfarandi kom fram í útboðslýsingu Vegagerðarinnar fyrir útboð á viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn:

„Að kröfur séu gerðar um að dýpkunarskip uppfylli eftirfarandi skilyrði: Hámarksafkastageta á dag skal vera minnst 15.000 m3. Dýpkunarskipið þurfi að geta dýpkað í hafnarmynninu á litlu dýpi í ölduhæð <1,7 m. Bjóðandi skuli gera ráð fyrir að nýta stutta veðurglugga yfir vetrartímann til dýpkunar í hafnarmynni og að stjórnhæfni skips skuli vera mjög góð“

Hefur þetta gengið eftir?

Dýpi er fullnægjandi, þ.e.a.s. það náðist að koma dýpinu niður í -7,0 m ca. eða í fulla dýpt fyrir okkur. Það gekk ágætlega að dýpka, en eins og ég hef nefnt áður þá hefðum við viljað sjá meiri afköst. Við höfum því ekki séð nógu mikla afkastagetu.

En hvað þýðir það?  Á að grípa til einhverra aðgerða? Afköstin eru fjarri því sem samið var um í útboðinu?

Það er ekkert hægt að segja um það á þessari stundu. En við erum auðvitað að skoða alla möguleika, segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í svari sínu til Eyjar.net.

image001 (31)
Dýptarmæling frá því fyrir helgi.

https://eyjar.net/2022-06-29-bjorgun-baud-laegst-i-vidhaldsdypkun-landeyjahafnar/

https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst