Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Ísey Maríu Örvarsdóttur, leikmann ÍBV í hóp til úrtaksæfinga dagana 26.-28. febrúar 2024.
Fram kemur á vefsíðu ÍBV að æfingarnar fari fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4. fl. kk) á Samsungvellinum. Er Ísey Maríu óskað innilega til hamingju með valið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst