Ríma til fyrir fjölbýlishúsi

Í morgun var byrjað að rífa húsið á Tangagötu 10. Á lóðinni stendur til að reisa fimm hæða fjölbýlishús auk bílakjallara. Það eru Steini og Olli – byggingaverktakar sem ætla að byggja á lóðinni. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í morgun. Auk þess eru myndir hér að neðan frá niðurrifi á húsum við Skildingaveg 4, […]
Skorar á Vegagerðina að viðurkenna vandann

Halldór B. Nellett, fyrrum skipsherra hjá Landhelgisgæslunni, skorar á Vegagerðina að horfast í augu við það að Landeyjahöfn, hönnun hennar og staðsetning, hafi verið mistök og að stofnunin freisti þess að finna varanlegar lausnir á vandanum í stað sandmoksturs úr höfninni sem kostar skattgreiðendur ógrynni fjár á hverju ári. „Það er mín skoðun að hönnun […]
Kröfur fjármálaráðherra – ekki óbyggðanefndar

Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja […]
Í hjálparstarfi í Afríku

Davíð Egilsson yfirlæknir á HSU í Eyjum og Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Vestmannaeyjum fóru síðastliðinn fimmtudag til Afríku í hjálparstarf og verða í tvær vikur. Þau fóru út ásamt ljósmæðrum frá Björkinni og Eyjakonunni Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur en hún rekur sem kunnugt er heilsugæslu í Kubuneh í Gambíu. Má ekki nota á Íslandi […]
Ingi vill aftur í stjórn KSÍ

78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar nk. Framboðsfrestur til stjórnar KSÍ rann út þann 10. febrúar síðastliðinn. Á vef KSÍ kemur fram að þrjú framboð hafi borist til formanns KSÍ. Þá hafa sjö einstaklingar boðið sig fram til stjórnar og keppast þar um fjögur sæti. Meðal frambjóðenda til stjórnar er Eyjamaðurinn […]
Kröfugerðin kom á óvart

Óhætt er að segja að það hafi komið flatt upp á marga kröfugerð óbyggðanefndar um að gera hluta Heimaeyjar auk úteyja og skerja að þjóðlendu. Eyjar.net leitaði álits Jóhanns Péturssonar, hæstaréttarlögmanns á málinu. Fyrst lá beinast við að spyrja um hvað málið snúist? Þjóðlendumálin snúast almennt um það að íslenska ríkið er eigandi að öllu […]
Sáralítið mælist af loðnu

Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er nú langt komin með þátttöku þriggja uppsjávarveiðiskipa. Fram kemur í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar að eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið en Heimaey og Polar Ammassak þurftu frá að hverfa þaðan um helgina vegna veðurs. Áætlað er að yfirferðinni ljúki á morgun, miðvikudag. Ásgrímur Halldórsson lauk við sína yfirferð úti fyrir […]
Tveir frá ÍBV valdir í U21 árs landsliðið

Eyjamennirnir Arnar Breki Gunnarsson og Tómas Bent Magnússon hafa verið valdir á æfingar með U21 árs landsliði Íslands sem fram fara í næstu viku. Það er Davíð Snorri Jónasson, þjálfari, sem velur hópinn. Næstu verkefni U21 árs landsliðsins eru í undankeppni fyrir EM 2025 en Ísland er sem stendur í góðri stöðu í riðlinum með […]
Alvarlegt flugatvik við Vestmannaeyjar

Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Víkurfréttir greina frá þessu. Segir í umfjölluninni að báðar vélar hafi verið flughæfar eftir að hafa rekist saman á flugi, og þeim hafi verið lent á Keflavíkurflugvelli. Flugvélarnar eru báðar af gerðinni Kingair […]
Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur sent Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf vegna kröfu ráðherra og óbyggðanefndar þess efnis að hluti af Heimaey sem og allar úteyjar og sker við Heimaey, sem hingað til hafa verið talin eign Vestmannaeyjabæjar, heyri undir íslenska ríkið sem þjóðlenda. Furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að […]