Þurfa að taka afstöðu til margra þátta

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á síðasta fundi fjölskydu- og tómstundaráðs. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór þar yfir þá þætti er varðar rekstur og uppbyggingu íþróttamála og þær ábendingar og hugmyndir sem hafa borist frá aðildarfélögum ÍBV-héraðssambands. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðsmenn geri sér grein fyrir því að […]

Nýr hetjusöngur Vina og vandamanna

Eins og fram hefur komið halda Vinir og vandamenn þátttökutónleika í Höllinni þann 4. júlí og þar ætla þeir ekki aðeins að flytja eldri Eyjalög heldur verða einnig frumflutt tvö ný, sem bæði krefjast virkrar þátttöku áhorfenda. Það fyrra heitir, “Kappar þrír’ og er fjögurra erinda hetjukvæði eftir Leif Geir Hafsteinsson um þá Oddgeir Kristjánsson, […]

Ásta Björk nýr aðalbókari hjá bænum

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ástu Björk Guðnadóttur í stöðu aðalbókara. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að Ásta Björk hafi lokið námi frá NTV í bókhaldi og tók próf til viðurkenningar sem bókari með framúrskarandi árangri í lok árs 2023. Áður hafði Ásta Björk lokið […]

Eyrún ráðin verkefnastjóri

Eyrún Haraldsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra í æskulýðs- og tómstundamálum hjá Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að ein umsókn hafi borist um stöðuna. Eyrún uppfyllir öll skilyrði umsóknar. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu á því sviði auk annarra menntunar og starfsreynslu sem […]

Felldu tillögu um niðurfellingu krafna

Á síðasta degi Alþingis fyrir sumarleyfi lagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fram breytingatillögu við frumvarp til laga um breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Bergþór segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að breytingatillaga hans hafi gengið út á að Alþingi tæki ákvörðun um að fella niður allar kröfur á svokölluðu […]

Vinnuhóp falið að útfæra skipulag á Básaskersbryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku gerðu starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs grein fyrir fundi sem þau sátu með Vegagerðinni þann 5. júní síðastliðinn um skipulag og hugmyndir varðandi Básaskersbryggju. Ráðið ákvað að skipa vinnuhóp til að útfæra framtíðarskipulag á Básaskersbryggju. Í hópnum skulu sitja formaður ráðsins, framkvæmdastjóri sviðsins, hafnarstjóri og bæjarstjóri. Þá […]

30 mínútna hreyfing á dag 

Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Óla Heiða, er heilsuþjálfari og leiðtogi í Janusar-verkefninu í Eyjum. Rætt var við hana í síðasta tölublaði Eyjafrétta. „Ég fylgdist með Janusi meðan hann var að vinna að  doktorsrannsókn sinni um þjálfun eldra fólks, styrktarþjálfun og þolþjálfun. Hafði samband við hann og vildi svo vel til að Þór Vilhjálmsson, formaður Félags eldri […]

Góð heilsa ekki sjálfgefin

Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu,  Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]

„Gullið tækifæri“

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Árið 2024 byrjar vel

Árið 2023 var gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og sóttu um 2,2 milljónir manna landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri. Það var árið 2018 þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sína hingað til lands. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Þetta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.