Nýr hetjusöngur Vina og vandamanna
Eins og fram hefur komið halda Vinir og vandamenn þátttökutónleika í Höllinni þann 4. júlí og þar ætla þeir ekki aðeins að flytja eldri Eyjalög heldur verða einnig frumflutt tvö ný, sem bæði krefjast virkrar þátttöku áhorfenda. Það fyrra heitir, “Kappar þrír’ og er fjögurra erinda hetjukvæði eftir Leif Geir Hafsteinsson um þá Oddgeir Kristjánsson, […]
Ásta Björk nýr aðalbókari hjá bænum
Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ástu Björk Guðnadóttur í stöðu aðalbókara. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að Ásta Björk hafi lokið námi frá NTV í bókhaldi og tók próf til viðurkenningar sem bókari með framúrskarandi árangri í lok árs 2023. Áður hafði Ásta Björk lokið […]
Eyrún ráðin verkefnastjóri
Eyrún Haraldsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra í æskulýðs- og tómstundamálum hjá Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að ein umsókn hafi borist um stöðuna. Eyrún uppfyllir öll skilyrði umsóknar. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu á því sviði auk annarra menntunar og starfsreynslu sem […]
Felldu tillögu um niðurfellingu krafna
Á síðasta degi Alþingis fyrir sumarleyfi lagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fram breytingatillögu við frumvarp til laga um breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Bergþór segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að breytingatillaga hans hafi gengið út á að Alþingi tæki ákvörðun um að fella niður allar kröfur á svokölluðu […]
Vinnuhóp falið að útfæra skipulag á Básaskersbryggju
Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku gerðu starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs grein fyrir fundi sem þau sátu með Vegagerðinni þann 5. júní síðastliðinn um skipulag og hugmyndir varðandi Básaskersbryggju. Ráðið ákvað að skipa vinnuhóp til að útfæra framtíðarskipulag á Básaskersbryggju. Í hópnum skulu sitja formaður ráðsins, framkvæmdastjóri sviðsins, hafnarstjóri og bæjarstjóri. Þá […]
30 mínútna hreyfing á dag
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Óla Heiða, er heilsuþjálfari og leiðtogi í Janusar-verkefninu í Eyjum. Rætt var við hana í síðasta tölublaði Eyjafrétta. „Ég fylgdist með Janusi meðan hann var að vinna að doktorsrannsókn sinni um þjálfun eldra fólks, styrktarþjálfun og þolþjálfun. Hafði samband við hann og vildi svo vel til að Þór Vilhjálmsson, formaður Félags eldri […]
Góð heilsa ekki sjálfgefin
Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu, Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]
„Gullið tækifæri“
„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]
Árið 2024 byrjar vel
Árið 2023 var gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og sóttu um 2,2 milljónir manna landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri. Það var árið 2018 þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sína hingað til lands. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Þetta […]
Laxey fær rekstrarleyfi í Viðlagafjöru
Matvælastofnun hefur veitt Laxey hf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vef Matvælastofnunnar að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi og regnbogasilungi. Laxey hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi og regnbogasilungi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. […]