Hætta starfsemi gæsluvallar

Fræðsluráð Vestmannaeyja tók fyrir starfsemi gæsluvallarins. Fram kemur í fundargerð að málið hafi áður verið til umræðu vegna dræmar nýtingar. Síðustu ár hefur meðtaltal barna sem sótt hafa úrræðið fækkað verulega, eða frá 22 börnum að meðaltali árið 2018 í 7,5 börn að meðaltali síðasta sumar. Tilurð gæsluvalla sem sumarúrræði er barns síns tíma og […]
4,5 milljónum úthlutað til 14 verkefna

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í […]
Yfirfara stefnu í málefnum fjölmenningar

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja ræddi fjölmenningu í Vestmannaeyjum á fundi í síðustu viku. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi hafi farið yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og stefnu Vestmannaeyjabæjar í málefnum fjölmenningar. Í afgreiðslu ráðsins segir að leiðarljós í stefnu Vestmannaeyjabæjar varðandi fjölmenningu hafi verið að íbúar sveitarfélagsins að erlendum uppruna verði […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1611. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem á dagskrá eru er síðari umræða um fjárhagsáætlun næsta árs, umræða um samgöngumál. Þá á að ræða tjón á neysluvatnslögn. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér að neðan. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – […]
Fagna viðurkenningu sem Kveikjum neistann hlaut

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja var því fagnað að aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnaskóla Vestmannaeyja hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu sem veitt voru á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Ráðið óskaði nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum og aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með viðurkenninguna. „Það hefur […]
Grasið víkur fyrir gervigrasi

Í dag voru teknar fyrstu skóflustungurnar af grasinu á Hásteinsvelli. Grasi sem lagt var árið 1992. Til stendur að leggja nýtt gervigras á völlinn. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið sem felst í jarðvinnu við frágang á yfirborði og lagnir í jörð vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstur. Skóflustungurnar tóku þau Erlingur Guðbjörnsson, formaður […]
Komum gæti fækkað um um 40%

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]
Kröfulýsingin byggð á veikum grunni

„Ekki hefur borist svar frá fjármálaráðherra við bréfi sem lögmenn Vestmannaeyjabæjar í þjóðlendumálinu sendu honum þar sem farið var fram á afturköllun kröfulýsingar um allt land í Vestmannaeyjum.” Svona hefst bókun bæjarráðs Vestmannaeyja sem fundaði í vikunni. Þar segir jafnframt að endurskoðuð kröfulýsing ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum liggi nú hins vegar fyrir og ljóst […]
Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]
Hafró enn á móti dælingu við Landeyjahöfn

Enn og aftur leggst Hafrannsóknarstofnun gegn fyrirhugaðri efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg af hafsbotni við Landeyjahöfn sem allir umsagnaraðilar, ekki síst bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa mótmælt kröftuglega. „Stofnunin gerir þetta þrátt fyrir að Heidelberg hafi minnkað fyrirhugaða efnistöku í kjölfar gagnrýni fyrr á árinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna. Umsögnin var birt fimmtudaginn 26. […]