Fengu á þriðja hundrað fyrirspurna í fyrra

Fjallað var um fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð ráðsins segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024. Þá er þess getið að allar fyrirspurnirnar að tveimur undanskildum hafi borist frá einum og […]
Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og á móttökustöð var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði. Fram kemur í fundargerð að meirihluti ráðsins leggi áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar […]
Felldu tillögu um íbúakönnun

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tekist á um gerð minnisvarða eða listaverks sem til stendur að setja við og upp á Eldfell. Þar var talsvert bókað um málið og ljóst að ekki eru allir á einu máli um málið. Minnihlutinn lagði til að vísa málinu til íbúakosningar/könnunar. Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir „Áfram […]
Fleiri nýta sér frístundastyrki

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk. Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru […]
Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar […]
Hætta starfsemi gæsluvallar

Fræðsluráð Vestmannaeyja tók fyrir starfsemi gæsluvallarins. Fram kemur í fundargerð að málið hafi áður verið til umræðu vegna dræmar nýtingar. Síðustu ár hefur meðtaltal barna sem sótt hafa úrræðið fækkað verulega, eða frá 22 börnum að meðaltali árið 2018 í 7,5 börn að meðaltali síðasta sumar. Tilurð gæsluvalla sem sumarúrræði er barns síns tíma og […]
4,5 milljónum úthlutað til 14 verkefna

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í […]
Yfirfara stefnu í málefnum fjölmenningar

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja ræddi fjölmenningu í Vestmannaeyjum á fundi í síðustu viku. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi hafi farið yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og stefnu Vestmannaeyjabæjar í málefnum fjölmenningar. Í afgreiðslu ráðsins segir að leiðarljós í stefnu Vestmannaeyjabæjar varðandi fjölmenningu hafi verið að íbúar sveitarfélagsins að erlendum uppruna verði […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1611. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem á dagskrá eru er síðari umræða um fjárhagsáætlun næsta árs, umræða um samgöngumál. Þá á að ræða tjón á neysluvatnslögn. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér að neðan. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – […]
Fagna viðurkenningu sem Kveikjum neistann hlaut

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja var því fagnað að aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnaskóla Vestmannaeyja hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu sem veitt voru á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Ráðið óskaði nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum og aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með viðurkenninguna. „Það hefur […]