Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Ráðhús_nær_IMG_5046

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]

Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]

Aðstaða fyrir 140 m ekjufraktskip

„Þeir frá Krönum ehf. eru að vinna fyrir okkur að endurbyggingu Gjábakkakants eftir að í ljós kom að þilið er ónýtt,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyja um framkvæmdir í norðurhöfninni. Er verið að reka niður stálþilið en undanfarið hafa starfsmenn Krana keyrt efni með bryggjukantinum. „Nýr kantur verður þannig að ekjufraktskip eða Róróskip geta […]

Uppnám vegna meints lýðræðishalla

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni var athyglisverð umræða um meintan lýðræðishalla innan stjórnsýslu bæjarins á þessu kjörtímabili. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðsflokksins hóf umræðuna undir liðnum “Kosning í ráð, nefndir og stjórnir” en þar var nýtt bæjarráð skipað og eru aðalmenn áfram Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður og Eyþór Harðarson. Alvarlegt umhugsunarefni […]

Saka minnihlutann um að búa til upplýsingaóreiðu

Kulan Listaverk Skjask

Í fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku gerði Páll Magnússon grein fyrir stöðu mála varðandi listaverk Ólafs Elíassonar. Fór hann yfir íbúafundinn sem haldinn var í Eldheimum í mars þar sem listamaðurinn kynnti útlit listaverksins og inntak auk þess sem að Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, fór yfir það sem snýr að göngustígnum, legu hans og efnisvali. […]

Ellefu verkefni hlutu styrk

Viltu Hafa Ahrif Vestm Fb P

Í dag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþegar vegna verkefna sem hlutu styrk. Í apríl síðastliðnum auglýsti bæjarráð Vestmannaeyja í tengslum við síðari úthlutun ársins á styrkjum vegna ,,Viltu hafa áhrif” eftir umsóknum. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með […]

Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Stan Tug 1205

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]

Tvær umsóknir bárust vegna uppbyggingu nýrrar líkamsræktaraðstöðu

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsti á dögunum eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl síðastliðinn. Alls bárust tvær umsóknir og var það annars vegar frá Laugum ehf/Í toppformi ehf og hins vegar frá hópi einstaklinga sem hyggjast stofna einkahlutafélag; þau Eygló Egilsdóttir, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Þröstur Jón Sigurðsson […]

​Heildarkostnaður áætlaður 200 – 220 milljónir

​Á föstudaginn sl. héldu bæjaryfirvöld kynningarfund vegna listaverks Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Á fundinum komu fram nokkrar fyrirspurnir úr sal. Ein af þeim kom frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar spurði hún um hver heildarkostnaður við framkvæmdina sé áætlaður. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar svaraði fyrirspurninni í lok […]

Breytingar á stjórn Herjólfs

Pall Herj IMG 4428

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa: Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.