Er niðurstöðum Hafró hallað?

Georg_opf

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu niðurstöðu Hafró varðandi tillögur þeirra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár og ég er eiginlega furðu lostinn af því, að enginn fréttamaður hafi kveikt á því hversu furðuleg ráðgjöfin er og ef við horfum á aðra sérfræðinga í öðrum stéttum, þá sjáum við t.d. veðurfræðinga vera oft […]

Hver er flóttaleið Eyjamanna?

Það var ýmislegt rætt á tíma mínum á Alþingi í síðasta mánuði, en margt miklu fleira sem ég hefði viljað koma á framfæri og koma að en vonandi kemur það síðar. Ég náði þó að halda ræðu um málefni Grindvíkinga sem og þetta fáránlega kvótakerfi, en eftir að tíma mínum á þingi lauk núna í […]

Minning: Carl Henry Jonsson Ljungskile

Untitled (1000 x 667 px) (7)

Jonsson! var svarað sterkum rómi þegar ég hringdi í Ellu frænku og Calla til Svíþjóðar. Þau eru bæði afsprengi norrænna víkinga og bera í blóði sínu dugnað og seiglu sem harðsótt lífið í æsku krafðist. Calle ólst upp meðal 6 systkina sinna hjá einstæðri móðir lengst af. Þá þurftu vinnandi hendur að leggja sitt af […]

Minning: Jóhann Bjarnason

Untitled (1000 x 667 px) (4)

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning. Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af […]

Gleðilegt sumar 2024

Lundar_opf_DSC_7709

Lundinn settist upp þann 17. sem er í samræmi við venjuna, sem er ca. 13.-20. apríl. Reyndar hafði ég ekkert kíkt eftir honum áður enda var mjög kalt og þann 16. voru fjöllin hvít af snjó, en lundinn er nú harður af sér og getur vel verið að hann hafi komið eitthvað fyrr, en ég […]

Framtíðarsýn

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um hugsanlegar breytingar á Vestmannaeyjahöfn, bæði við Löngu og austur í Brimnesfjöru með garði út fyrir Klettsnef, á fésbókinni og fékk ég fyrir nokkru síðan þá spurningu hver mín framtíðarsýn væri á þessum svæðum sem og öðrum sem tengjast höfninni.  Að mörgu leyti skil ég vel þá skoðun sumra […]

Saga Landeyjahafnar

Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-22.2010_12-54-22-1.jpg

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]

​Allt í rusli?

bak_vid_sorpu_ads

Eftirfarandi kom fyrir mig fyrir nokkrum árum síðan í verslun í Reykjavík. Ég greiddi það sem ég keypti með 5000 króna seðli, en fékk of mikið til baka. Ég horfði á afgreiðslumanninn: Þú gefur mér vitlaust til baka. Hann var eins og spurningarmerki. Ég greiddi með 5000 króna seðli. Fyrirgefðu sagði hann afsakandi, ég hélt […]

Með hríðskotabyssu í fanginu

asm_fr_ads_23_cr_2

Það eru nokkur ár frá því að Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum „slaufuðu“ mér, vegna umræðu um hælisleitendur. Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minntur á yfirlýsingar sumra flokksfélaga minna af sama tilefni. Þetta gerðist í kjölfar varnaðarorða minna um óhefta fjölgun hælisleitenda í landinu. Þrátt fyrir það var fjöldi þeirra […]

Áramót 2023-24

gea_opf

Árið 2023 byrjaði með mikilli kuldatíð hér í Eyjum þar sem allt fór á kaf í snjó, og í sjálfu sér hefði ég eiginlega frekar viljað það heldur en þennan klaka sem er hérna núna, en þetta stóð nú stutt yfir. Vertíðin var eins og árið allt, allt fullt af fiski, vantar bara aflaheimildir. Lundinn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.