Fjölmiðlabúvörusamningur

Síðustu búvörusamningar sem gerðir voru við bændur voru samþykktir á Alþingi Íslendinga 13 september árið 2016. Það voru einungis 19 þingmenn sem greiddu atkvæði með samningnum en 7 voru á móti.  Það voru sem sagt 44 þingmenn, 2/3 þeirra sem sitja á Alþingi sem greiddu samningnum ekki atkvæði, voru á móti, sátu hjá eða voru […]

Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár

Hinn 7. febrúar gefur Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni er þann dag opnuð sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir frímerkið.  Einnig verður sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu. […]

Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á jafnmörgum Eyjamönnum og – konum á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listavinir eru. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir um 700 listaverk. Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er […]

Framundan í febrúar

Afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar heldur áfram í febrúar. Þá eru fyrirhugaðir þó nokkrir viðburðir. Fyrsti viðburður mánaðarins verður fimmtudaginn 7. febrúar. 7. febrúar 2019  Útgáfudagur Íslandspósts á frímerki í tilefni 100 ára afmælisins. Dagskrá kl. 17.30 í Safnahúsinu þar sem hönnuður frímerkisins kynnir það. Auk þess verða sýnd og fjallað um frímerki frá 1950 og síðar sem […]

Fjölmenni á Kjarvalssýningu

Fjölmennt var við opnun sýningar Vestmannaeyjabæjar á verkum Kjarval sem eru í eigu sveitarfélagsins. Sýningin sem aðeins var opin á nýársdag er liður í 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. En í gær voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Allt þetta ár verða viðburðir á vegum bæjarins í tilefni af afmælinu. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Einarsstofu í […]

Þingmaður er þjónn fólksins í kjördæminu

Starf þingmannsins er ólíkt öllum öðrum störfum sem ég hef áður kynnst. Hann er kosinn til starfa og hans eini yfirmaður er kjósandinn sem á kjördag veitti honum umboð sitt. Enginn annar en kjósandinn getur sagt þingmanninum upp störfum.  Þingmaðurinn er ekki ríkisstarfsmaður, hann er fulltrúi þeirra kjósenda sem gáfu honum atkvæði sitt á kjördag og […]

Uppgjörið, fyrri hluti

Mig minnir að það hafi verið í febrúar 2014, sem fulltrúi uppstillingarnefndar Eyjalistans leitaði fyrst til mín um að koma á lista fyrir kosningarnar það vor. Ég var svolítið efins framan af en ákvað síðan að slá til og taka 6. sæti listans.  Um svipað leyti var leitað til Sonju Andrésdóttur og tók hún 7. […]

Í ljósi sögunnar

Eftir ábendingu frá góðum vin hef ég verið á hlusta á þætti Veru Illugadóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Í ljósi sögunnar. Það er notalegt að láta þættina renna í gegnum heyrnatólið sem hangir á eyrunum í morgungöngunni. Þættirnir eru afar áheyrilegir, vel gerðir og efnistökin forvitnileg og af mörgum toga. Margir þættirnir fjalla um atburði […]

ASI þing og svik í Helguvík

Það er ástæða til að óska nýkjörnum forseta ASI, Drífu Snædal til hamingju með kjörið. Það er mikilvægt að forseti samtaka með um 100 þúsund félaga njóti viðtæks stuðning innan verkalýðshreyfingarinnar.  Forsetinn á að vera fulltrúi allra félagsmanna hvar í flokki sem þeir standa og hann á að bera virðingu fyrir skoðunum félagsmanna sinna. Til […]

Sjómannasambandið á móti veiðigjöldum

Ég hef áður skrifað um skoðanir mínar á veiðigjöldum sem nú eru enn á ný í kastljósi umræðunnar eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram nýtt veiðigjaldafrumvarp á dögunum.  Samkvæmt þeim umsögnum sem þegar liggja fyrir hjá Atvinnuveganefnd á vef Alþingis má sjá ábendingar um þann vandrataða og þrönga stíg sem liggur á milli hagsmuna sjómanna og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.