Saga trillukarlsins (annar hluti)

gea_opf.jpg

Það má segja að árið ´92 hafi verið skásta árið það sem af var og mikill léttir að losna við skuldina í bankanum, en ég var ennþá að borga mánaðarlegar greiðslur til aðilans sem seldi mér bátinn.  ´93 byrjaði hins vegar á sama hátt og þegar ég byrjaði með þennan bát, sem við bræður höfðum […]

Saga trillukarlsins (fyrsti hluti)

Á undanförnum árum hef ég oft heyrt margs konar sögur af mínum ferli sem trillukarl í Vestmannaeyjum, og nánast undantekningalaust rangfærslur og þá sérstaklega hjá pólitískum andstæðingum.  Einnig pælingar um það, hversu marga báta ég hef átt og hvers vegna. En hvernig var þetta í raun og veru? Upphafið á þessu var það, að eftir […]

Níu núll

Það gladdi hjarta mitt þegar ný bæjarstjórn Vestmannaeyja hittist í fyrsta sinn í vor og samþykkti einróma að leggja nú í þá vegferð að berjast fyrir hinni endanlegu lausn samgangna Vestmannaeyja, jarðgöng.  Áður höfðu fögur fyrirheit um baráttu þessa efnis verið gróðursett í huga væntanlegra kjósenda. Reyndar þótti mér vænt um þessa ályktun minnugur þess […]

Góða nótt

Þetta er Raoul Wallenberg. Sænskur diplomat sem bjargaði þúsundum gyðinga í síðari heimstyrjöldinni með því að veita þeim sænskan ríkisborgararétt, þvert á lög landsins sem hann starfaði í, Ungverjalandi. Þetta er Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands árin 1934 til 1942. Ég veit svo sem ekkert um ráðherratíð Hermanns frekar en nafna hans Gehrings annað en það, […]

Áfram ASÍ

Að ég hafi lært að synda í sundlaug Vestmannaeyja forðum daga? Nei ekki aldeilis. Ég lærði sundtökin þar. Ég var of niðursokkinn í að leika mér með blöðkurnar sem Bjössi bróðir gaf mér til að flækjast um á yfirborðinu.  Ég lærði óvart að synda í sundlauginni á Laugarvatni. Þar var ég staddur með æskufélaga mínum […]

Hælisleitendum fjölgar um sem nemur íbúum Grindavíkur á ári

Ég hef heimsótt og kynnt mér þær aðstæður sem hælisleitendur á Íslandi búa við en kveikjan að þessari grein var heimsókn mín í blokkir á Ásbrú og Hafnarfirði þar sem hælisleitendur búa.  Aðstæður þeirra eru óboðlegar en í einu húsinu búa um 140 manns í 50 herbergjum. Mér er sagt að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi […]

Lundasumarið 2022

Pysjueftirlitid 2022 Pysju Sleppt 1.jpg

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]

Ólafur Elíasson gerir minnisvarða í Eyjum

Í gær flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þingsályktunartillögu um minnisvarða um eldgosið á Heimaey.  Þar kemur fram að Alþingi álykti að tilefni þess að árið 2023 eru liðin 50 ár frá Heimaeyjargosinu verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir […]

I am the eggman…

…kemur fram í texta Bítlanna við lagið I Am The Valrus en konan mín kallar mig þetta stundum í maí mánuði enda mikið tínt af eggjum. Það mun hafa verið hjá mér á þrettánda ári sem ég tíndi mitt fyrsta egg og var ég þá í pössun hjá frænku minni sem notaði eggið til þess að […]

Hlaðvarpið – Framboðsfundur

Að þessu sinni er þátturinn með öðruvísi sniði. Því nú verður spiluð upptaka af opnum framboðsfundi sem haldin var í gærkvöldi 11. maí. Takk fyrir að hlusta og mundu að kjósa á laugardaginn 14. maí nk. Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.