Saga trillukarlsins (annar hluti)

Það má segja að árið ´92 hafi verið skásta árið það sem af var og mikill léttir að losna við skuldina í bankanum, en ég var ennþá að borga mánaðarlegar greiðslur til aðilans sem seldi mér bátinn. ´93 byrjaði hins vegar á sama hátt og þegar ég byrjaði með þennan bát, sem við bræður höfðum […]
Saga trillukarlsins (fyrsti hluti)

Á undanförnum árum hef ég oft heyrt margs konar sögur af mínum ferli sem trillukarl í Vestmannaeyjum, og nánast undantekningalaust rangfærslur og þá sérstaklega hjá pólitískum andstæðingum. Einnig pælingar um það, hversu marga báta ég hef átt og hvers vegna. En hvernig var þetta í raun og veru? Upphafið á þessu var það, að eftir […]
Níu núll

Það gladdi hjarta mitt þegar ný bæjarstjórn Vestmannaeyja hittist í fyrsta sinn í vor og samþykkti einróma að leggja nú í þá vegferð að berjast fyrir hinni endanlegu lausn samgangna Vestmannaeyja, jarðgöng. Áður höfðu fögur fyrirheit um baráttu þessa efnis verið gróðursett í huga væntanlegra kjósenda. Reyndar þótti mér vænt um þessa ályktun minnugur þess […]
Góða nótt

Þetta er Raoul Wallenberg. Sænskur diplomat sem bjargaði þúsundum gyðinga í síðari heimstyrjöldinni með því að veita þeim sænskan ríkisborgararétt, þvert á lög landsins sem hann starfaði í, Ungverjalandi. Þetta er Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands árin 1934 til 1942. Ég veit svo sem ekkert um ráðherratíð Hermanns frekar en nafna hans Gehrings annað en það, […]
Áfram ASÍ

Að ég hafi lært að synda í sundlaug Vestmannaeyja forðum daga? Nei ekki aldeilis. Ég lærði sundtökin þar. Ég var of niðursokkinn í að leika mér með blöðkurnar sem Bjössi bróðir gaf mér til að flækjast um á yfirborðinu. Ég lærði óvart að synda í sundlauginni á Laugarvatni. Þar var ég staddur með æskufélaga mínum […]
Hælisleitendum fjölgar um sem nemur íbúum Grindavíkur á ári

Ég hef heimsótt og kynnt mér þær aðstæður sem hælisleitendur á Íslandi búa við en kveikjan að þessari grein var heimsókn mín í blokkir á Ásbrú og Hafnarfirði þar sem hælisleitendur búa. Aðstæður þeirra eru óboðlegar en í einu húsinu búa um 140 manns í 50 herbergjum. Mér er sagt að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi […]
Lundasumarið 2022

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]
Ólafur Elíasson gerir minnisvarða í Eyjum

Í gær flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þingsályktunartillögu um minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Þar kemur fram að Alþingi álykti að tilefni þess að árið 2023 eru liðin 50 ár frá Heimaeyjargosinu verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir […]
I am the eggman…

…kemur fram í texta Bítlanna við lagið I Am The Valrus en konan mín kallar mig þetta stundum í maí mánuði enda mikið tínt af eggjum. Það mun hafa verið hjá mér á þrettánda ári sem ég tíndi mitt fyrsta egg og var ég þá í pössun hjá frænku minni sem notaði eggið til þess að […]
Hlaðvarpið – Framboðsfundur

Að þessu sinni er þátturinn með öðruvísi sniði. Því nú verður spiluð upptaka af opnum framboðsfundi sem haldin var í gærkvöldi 11. maí. Takk fyrir að hlusta og mundu að kjósa á laugardaginn 14. maí nk. Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs […]