Ólafur Elíasson gerir minnisvarða í Eyjum
25. maí, 2022

Í gær flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þingsályktunartillögu um minnisvarða um eldgosið á Heimaey. 

Þar kemur fram að Alþingi álykti að tilefni þess að árið 2023 eru liðin 50 ár frá Heimaeyjargosinu verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu  bæjarstjórnar Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar og skal viðkomandi vera formaður nefndarinnar. Undirbúningsnefndin skal fyrir lok ágúst 2022 leggja fram tillögu fyrir forsætisráðherra til samþykktar. Að fengnu samþykki skal nefndin annast frekari undirbúning fyrir uppsetningu og afhjúpun minnisvarðans sumarið 2023.

Forsætisráðherra og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Íris Róbertsdóttir undirrituðu viljayfirlýsingu september 2021 um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni goslokaafmælisins. Vestmanneyjabær hefur samið við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnu fyrir minnisvarða og ríkisstjórn Íslands veitt styrk til verkefnisins.

Tillagan flutt í þriðja sinn

Ég er afar sáttur við samráð forsætisráðherra við undirritaðan og að tillaga forsætisráðherra byggir á þingsályktunum um sama efni og ég lagði fram á Alþingi á 151. og 152 löggjafarþingi. Í þeim þingsályktunum var gert ráð fyrir að við minntumst að 60 ár verða liðin frá upphafi Surtseyjargoss og 50 ár frá.  Í mínum huga eru það einstök tímamót sem ekki verða slitin í sundur.

Forsætisráðherrar Norðurlanda í Eyjum

Að höfðu samráði forsætisráðherra við forsætisnefnd Alþings og þingflokksformenn þykir fara vel á því að nefnd með fulltrúum Alþingis, Vestmannaeyjabæjar og forsætisráðherra fylgi fyrrgreindum undirbúningi kaupa á minnisvarða eftir. Þá mun forsætisráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar huga í sameiningu að undirbúningi viðburða í tilefni goslokaafmælis í samræmi við viljayfirlýsingu þess efnis. Þeirra á meðal verður fundur forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Vestmannaeyjum seinni hluta júnímánaðar 2023 og kemur til álita að afhjúpa minnisvarðann að þeim viðstöddum.

Ólafur heimsþekktur listamaður

Það eru spennandi tímar fram undan og mikilvægt að þessi merkilegu tímamót verði til að efla ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum, mannilíf og sögu Eyjanna. Samstarfið við Ólaf Elíassonar gefur tóninn fyrir því að útkoman verði góð. Ólafur er heimsþekktur listamaður og það að listaverk eftir hann muni verða minnisvarði þessara merku tímamóta eitt og sér tryggir áhuga ákveðins hóps ferðamanna sem eiga eftir að fjölga í flóru ferðamanna til Vestmannaeyja á komandi árum.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst