Draumarnir, heimurinn og tækifærin

Árni Óðinsson er fæddur og uppalinn Eyjamaður á tuttugasta og níunda aldursári. Foreldar Árna eru Hulda Sæland og Óðinn Kristjánsson, í Klöpp. Á hann fjögur systkini sem öll eru búsett í Vestmannaeyjum. Frá tvítugsaldri hefur Árni verið á miklu flakki og í dag starfar hann sem leiðsögumaður. Hann dvelur oft ekki lengur en nokkra mánuði […]
Mágkonur sem smellpössuðu saman

Mágkonurnar Sara Renee Griffin og Una Þorvaldsóttir hafa skemmt gestum þjóðhátíðar síðan árið 2018. Þær stöllur komu fram saman á föstudagskvöldinu árið 2022 og 2023 en Sara kom einnig fram árið 2018. Sara steig fyrst á svið þegar hún vann söngvakeppni barna árið 2012 og fékk í kjölfarið að syngja á stóra sviðinu um kvöldið […]
Karlmenn í Eyjum geta líka sungið

Jarl Sigurgeirsson hefur verið félagi í Karlakór Vestmannaeyja frá upphafi. Hann hefur fengið að stýra nokkrum verkefnum og er í stjórn kórsins þessa stundina. Karlakór Vestmannaeyja tók þátt í Þjóðhátíðarlaginu í ár, líkt og Kvennakór Vestmannaeyja. Eyjafréttir tóku púlsinn á Jarli fyrir Þjóðhátíðina í ár. Hvernig byrjaði karlakór Vestmannaeyja? „Við höfðum lengi verið að ræða […]
Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)
Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli

Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefánssonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir […]
Hjartanlega velkomin í Einarsstofu í dag kl. 16-19

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar útisundlaugar á landinu úr lofti og gaf nýlega út á bók undir nafninu 100 sundlaugar. Í dag, fimmtudaginn 3. ágúst mun hann opna ljósmyndasýningu með úrvali mynda úr bókinni í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja og verður Bragi á staðnum milli kl. 16 og 19. Sýningin opnar síðan aftur eftir Þjóðhátíð og […]
Talið niður til Þjóðhátíðar

Þá eru ekki nema 11 dagar til Þjóðhátíðar og undirbúningurinn í Herjólfsdal í fullum snúningi. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en meðal þeirra flytjenda sem koma fram eru Bríet, Páll Óskar, FM95Blö, Stuðlabandið, XXX Rottweiler hundar, Sprite Zero Klan og Jóhanna Guðrún. Að auki mun Eurovision-farinn Diljá troða upp í fyrsta skiptið […]
Nýtt lag í vændum hjá Eló

Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Eló, gefur út sitt þriðja lag 11. júlí nk. Lagið heitir „Will you be my partner?”, en áður hefur hún gefið út lögin „Ljósalagið” og „then I saw you”. Lagið verður aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum. „Listakonan Elísabet, eða Eló, er svolítið að fikta í hinu […]
17. júní á Stakkagerðistúni

Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]
Skóladagur Barnaskólans

Skóladagur Barnaskólans verður haldin á morgun miðvikudag milli kl. 17.00-19.00 Kaffisala, þrautir og alls konar húllumhæ verður til staðar og allir eru velkomnir. (meira…)