Upplifum, njótum, verum til

Styrktarkvöld Krabbavarnar í Vestmannaeyjum var haldið þann 6. október sl. Styrktarkvöld eru orðin árlegur viðburður þar sem stjórn félagsins og sjálfboðaliðar koma að skipulagi. Bleika boðið í ár sem haldið var í Höllinni var afar vel sótt og heppnaðist vel í alla staði. Að því sögðu er Eyjamaður vikunnar Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir sem situr í […]

Sagði skilið við samfélagsmiðla í sex vikur

Í nútíma heimi, þar sem samfélagsmiðlar er orðnir rótgrónir í lífi flestra, er erfitt að finna einhvern sem notar ekki að minnsta kosti einn slíkan miðil til að viðhalda tengslum við aðra, deila sinni reynslu eða einfaldlega til að fletta í gegnum færslur annarra. Samfélagsmiðlar eru á marga vegu orðnir órjúfanlegur hluti af hinu daglega […]

Draumarnir, heimurinn og tækifærin

Árni Óðinsson er fæddur og uppalinn Eyjamaður á tuttugasta og níunda aldursári. Foreldar Árna eru Hulda Sæland og Óðinn Kristjánsson, í Klöpp. Á hann fjögur systkini sem öll eru búsett í Vestmannaeyjum. Frá tvítugsaldri hefur Árni verið á miklu flakki og í dag starfar hann sem leiðsögumaður. Hann dvelur oft ekki lengur en nokkra mánuði […]

Mágkonur sem smellpössuðu saman

Mágkonurnar Sara Renee Griffin og Una Þorvaldsóttir hafa skemmt gestum þjóðhátíðar síðan árið 2018. Þær stöllur komu fram saman á föstudagskvöldinu árið 2022 og 2023 en Sara kom einnig fram árið 2018. Sara steig fyrst á svið þegar hún vann söngvakeppni barna árið 2012 og fékk í kjölfarið að syngja á stóra sviðinu um kvöldið […]

Karlmenn í Eyjum geta líka sungið

Jarl Sigurgeirsson hefur verið félagi í Karlakór Vestmannaeyja frá upphafi. Hann hefur fengið að stýra nokkrum verkefnum og er í stjórn kórsins þessa stundina. Karlakór Vestmannaeyja tók þátt í Þjóðhátíðarlaginu í ár, líkt og Kvennakór Vestmannaeyja. Eyjafréttir tóku púlsinn á Jarli fyrir Þjóðhátíðina í ár. Hvernig byrjaði karlakór Vestmannaeyja? „Við höfðum lengi verið að ræða […]

Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)

Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli

Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefánssonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir […]

Hjartanlega velkomin í Einarsstofu í dag kl. 16-19

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar útisundlaugar á landinu úr lofti og gaf nýlega út á bók undir nafninu 100 sundlaugar. Í dag, fimmtudaginn 3. ágúst mun hann opna ljósmyndasýningu með úrvali mynda úr bókinni í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja og verður Bragi á staðnum milli kl. 16 og 19. Sýningin opnar síðan aftur eftir Þjóðhátíð og […]

Talið niður til Þjóðhátíðar

Þá eru ekki nema 11 dagar til Þjóðhátíðar og undirbúningurinn í Herjólfsdal í fullum snúningi. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en meðal þeirra flytjenda sem koma fram eru Bríet, Páll Óskar, FM95Blö, Stuðlabandið, XXX Rottweiler hundar, Sprite Zero Klan og Jóhanna Guðrún. Að auki mun Eurovision-farinn Diljá troða upp í fyrsta skiptið […]

Nýtt lag í vændum hjá Eló

Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Eló, gefur út sitt þriðja lag 11. júlí nk. Lagið heitir „Will you be my partner?”, en áður hefur hún gefið út lögin „Ljósalagið” og „then I saw you”. Lagið verður aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum. „Listakonan Elísabet, eða Eló, er svolítið að fikta í hinu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.