Hugrakkar stelpur - Upplifun af námskeiðinu
9. nóvember, 2023

Agnes Líf Sveinsdóttir, Birta Marinósdóttir og Emma Bjarnadóttir eru að fara af stað með námskeið sitt Hugrakkar stelpur í annað sinn í nóvember. Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust stúlkna með því að efla hugrekki. Okkar vilji er að börn í Vestmannaeyjum geti sótt slíkt námskeið í sínum heimabæ sem að hvatti okkur til að fara af stað með þetta verkefni í sumar. Við teljum mikilvægt að börn læri að stíga inn í krefjandi aðstæður til að virkja hæfileika sína en til þess þarf hugrekki. Á námskeiðinu fjöllum við um leiðir til að takast á við hindranir í daglegu lífi og hvernig hugsun, hegðun og tilfinningar geta haft áhrif á okkur. Einnig skoðum við styrkleika og veikleika okkar til að auka skilning og meðvitund um viðbrögð við ólíkum aðstæðum. Við ræðum vináttu og samskipti en það er mikilvægt að huga að því hvernig vinir við viljum vera og auka meðvitund um hvernig samskiptaleiðir geta styrkt og veikt vináttu. Skemmtilegar en stundum krefjandi æfingar og leikir eru í fyrirrúmi til að efla hugrekki. Okkar markmið er að þátttakendur efli meðvitund um sjálfsvirði og sýni hugrekki til að framkvæma það sem þær langar að gera. Við viljum koma því á framfæri að við erum spenntar fyrir því að vera einnig með námskeið fyrir drengi og aðra aldurshópa og að við stefnum á það í náinni framtíð.  

Næsta námskeið hefst 14. nóvember – Sjá frekari upplýsingar neðst.

Við fengum þrjár hugrakkar stelpur og foreldra þeirra til að svara nokkrum spurningum um sína upplifun af námskeiðinu:   

   

Lilja Huld Þórisdóttir 

Um hvað snýst námskeiðið?Námskeiði snýst um að efla hugrekki og sjálfstraust.
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Feimnin minnkaði og mér finnst ég standa meira með sjálfri mér.  

   

Helena Björk Þorsteinsdóttir móðir Lilju  

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu? Upplifunin var góð. Góð efnistök og við fundum fyrir ánægju Lilju með árangurinn sinn á námskeiðinu. 
Er eitthvað sem að þú sérð að barnið lærði af námskeiðinu/ tók með sér af námskeiðinu? Hún hefur alltaf verið einlæg og traust. Hún er opnari og tekur upp umræður af fyrrabragði.  

   

Hugrökk Stelpa 

Um hvað snýst námskeiðið? Námskeiðið er um að láta man fá betra sjálfstraust og betri sjálfsmynd og að vera hugrakkur.
Hvað fannst þér skemmtilegast við námskeiðið?  Skrítnu leikirnir. 
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Meira sjálfstraust, betri sjálfsmynd og meira hugrekki.  

 

Móðir einnar hugrakkar  

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu? Þetta er frábært námskeið sem ég mæli mikið með. Mín dóttir varð öruggari með sig eftir námskeiðið og öruggari með að standa við sínar skoðanir. Við munum skrá hana á framhaldsnámskeið ef það verður einhvern tímann í boði.  

   

Sigrún Anna Valsdóttir 

Um hvað snýst námskeiðið?  Að vera hugrökk og gera sitt besta. 
Hvað fannst þér skemmtilegast við námskeiðið? Sýningin sem við gerðum og dansarnir sem við lærðum. 
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Ég varð miklu hugrakkari, ég hefði til dæmis aldrei þorað að fara í leik prufurnar hjá leikfélaginu ef ég hefði ekki farið á námskeiðið.  

 

Linda Óskarsdóttir 

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu?  Við vorum alsæl með námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt. Emma og Agnes héldu svo vel utanum hópinn, kynntu efnið á áhugaverðan máta og sýndu stelpunum mikinn skilning og stuðning. Á námskeiðinu lærðu stelpurnar margt sem mun gefa þeim gott veganesti út í lífið. Sem dæmi lærðu þær hvað einkennir góða vináttu og hversu mikilvægt það er að halda trúnaði þegar aðrir treysta manni fyrir einhverju. Stelpan okkar hafði alltaf frá einhverju nýju og spennandi að segja eftir hvern tíma. Hápunkturinn á námskeiðinu var svo sýningin í lokin – þar sem stelpurnar sýndu mikið hugrekki og stóðu einar uppi á sviði og deildu einhverju persónulegu með fólkinu í salnum. 
Er eitthvað sem að þú sérð að barnið lærði af námskeiðinu/ tók með sér af námskeiðinu? Heldur betur – það sem við tókum kannski mest eftir er að hún fór að hafa mun meiri trú á sjálfri sér.  

Við mælum 100% með þessu námskeiði og vonum innilega að þær verði með framhaldsnámskeið fyrir þær stelpur sem hafa farið áður.  

 Greinina má einnig lesa í 21. tbl Eyjafrétta.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst